Verkin vinnast með Lýðræðisvaktinni Sjöfn Rafnsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ég átti þeim forréttindum að fagna að fæðast á Íslandi og eyða hér uppvaxtarárum mínum, á Íslandi, þessu fagra og gjöfula landi þar sem meira en nóg er til skiptanna af lífsins gæðum. Fluttist búferlum til Svíþjóðar og var búsett í Stokkhólmi í tæp 18 ár. Oft er það nú svo að maður lærir að sjá og meta hlutina á annan hátt þegar þeir hverfa manni og birtast síðar á ný. Það er sorglegt að sjá hversu græðgin, spillingin og einkahagsmunahyggjan hefur riðið hér húsum, hvernig réttindi fólks eru fótum troðin, sjá hér gegndarlausa eignaupptöku á heimilum fólks, þrjú heimili daglega, og þjóðarviljann vanvirtan. Það er mál að linni! Hér verður að snúa af rangri leið. Ég vil sjá Íslendinga taka höndum saman og leiðrétta þær misgjörðir sem skilið hafa eftir sig hér sviðna jörð. Ég vil sjá sveitirnar blómstra á ný, stórefla þarf íslenskan landbúnað og auka tækifæri fólks á að hefja hvers konar búskap. Gera þarf úttekt á núverandi úthlutunarreglum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hvað varðar ríkisjarðir. Hvernig má það vera að biðtími, árafjöldi umsækjenda sem uppfylla öll skilyrði til að fá ábúð, hefur ekkert vægi í núverandi úthlutunarkerfi? Hér verður einnig að gæta að fæðuöryggi þjóðarinnar, nýta ber ræktanlegt land skynsamlega, ég vil ekki sjá nytjaland verða að sumardvalarstað ríkra. Ég vil ekki heldur sjá að fiskveiðar í ám og vötnum verði eingöngu fyrir þá sem hafa efni á veiðinni, hér verður að vera hægt að fara einhvern milliveg. Ég vil sjá sjálfbæran, samkeppnishæfan landbúnað og örva fyrirtæki til að hasla sér völl á landsbyggðinni, t.d. með skattaafslætti, og ekki skal hamla ylræktinni með allt of háu rafmagnsverði. Það er ólíðandi að hér skuli landsmenn neyddir til að borga með rafmagni til stóriðju á meðan innanlandsmarkaður á í vök að verjast. Auka þarf lífrænan búskap og það að eiga þess kost að kaupa beint frá býli, geta verið viss um innihaldið! Hvað viðkemur dýrahaldi vil ég ekki sjá hér verksmiðjuiðnað þar sem dýrin líða og fá aldrei að koma út undir bert loft, sjá aldrei sólina. Það sama á við kjúklingarækt þar sem fuglarnir eru hafðir nokkrir saman í búrum, í miklum þrengslum, ofaldir til að þjóna markaðinum. Það er aldrei hægt að rökstyðja pyntingar á dýrum út frá litlum vitsmunum þeirra. Okkur ber siðferðisleg skylda til að fara vel með og virða dýr, þau eiga líka sín réttindi. Nokkrir sveitarstjórnarmenn eiga ekki að hafa það vald að selja vatnsréttindi til erlends aðila eins og gert var í tilviki Ottos Spork, til 95 ára. Vörumst ágang og ágirnd stórfyrirtækja og einkaaðila sem hafa arðrán að atvinnu sinni. Varðveitum sameiginlegar auðlindir þessa gjöfula lands, Íslands, náttúruna, vatnið, orkuna, fiskinn í sjónum, í þágu þjóðarinnar. Ég vel að gera það í samvinnu við Lýðræðisvaktina, Lýðræðisvaktin er og verður á vaktinni.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun