Þegar stjórnmálamaður þegir Heimir Eyvindarson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar stjórnmálamaður þegir er hann yfirleitt bara að bíða eftir því að komast að. Sjaldgæfara er að menn hlusti í alvörunni á það sem „andstæðingurinn" hefur að segja. Björt framtíð vill breyta umræðuhefð íslenskra stjórnmála og hvetur til þess að fólk tali saman af virðingu og láti af skítkasti og níði. Ekkert skítkast er raunar eina kosningaloforð flokksins. Sumum finnst það léttvægt markmið í stjórnmálabaráttu að hvetja til bættra samskipta, en það getur svo sannarlega skipt máli. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar verður að finna skynsamlega lausn á skuldavanda heimilanna. Brýnt er að vel takist til og því lykilatriði að allar leiðir sem nefndar hafa verið – og eiga jafnvel eftir að koma fram – verði skoðaðar með opnum huga. Við höfum ekki efni á því að þingmenn þrátti um það fram eftir næsta kjörtímabili hvaða leið skuli fara og hver hafi fattað upp á hverju. Því miður er það þó svo að allnokkrar líkur eru á að svo verðì. Hversu oft höfum við ekki séð stjórnmálamenn afgreiða tillögur annarra sem argasta bull og þvætting. Án þess að skoða þær að neinu marki.Hægt að gera betur Leiðtogar fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið fastir í þessu gamla stjórnmálafari og iðulega skellt skollaeyrum við ábendingum sem ekki koma úr þeirra ranni. Þeim hefði til að mynda betur borið gæfa til að hlusta á þá sem bentu á augljósa galla 110% leiðarinnar, sem kostaði í kringum 50 milljarða og gagnaðist fáum. Nema lánastofnunum, því með henni var tryggt að fólk sem hefði kannski betur látið stofnununum eftir eignir sínar gat haldið áfram að borga. Um stund. Ekki var heldur hlustað á þá sem bentu á nauðsyn þess að setja þak á verðbætur. Þess vegna eru þær skuldir sem færðar voru niður í 110% markið að nálgast fyrra horf. Jafnvel gott betur. Flöt 20% leiðrétting hefði vitanlega farið sömu leið, ef gripið hefði verið til þess ráðs án þess að þaksetja verðbætur. Það er ljóst að hægt er að gera betur í að laga stöðu heimilanna. Bankarnir stefna hraðbyri inn í nýtt góðæri og geta hæglega komið betur til móts við lántakendur. Staða Íbúðalánasjóðs er hins vegar öllu verri, en einhvern veginn verður samt að koma til móts við þá sem eiga lán sín þar. Það er hins vegar engin lausn að færa niður skuldir en breyta í engu umhverfinu sem við búum við. Fyrsta skrefið er að tala saman. Hlustum á hvert annað með opnum huga. Það gildir einu hvaðan góðar hugmyndir koma.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar