Ekki allir svo heppnir að hafa handboltann 22. mars 2013 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er verndari samtakanna lífsýn. mynd/E.Stefán Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er verndari samtakanna Lífsýn sem starfa fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í félagslegum erfiðleikum. Samtökin eiga þessa dagana undir högg að sækja. Þau eru staðsett í húsnæði á móti Kópavogsskóla en missa það 1. júní. "Við erum að leita að nýju húsnæði. Til að svona samtök geta rekið sig þarf að koma inn nægt fjármagn en til dæmis í síðasta mánuði höfðu þau ekki efni á leigunni og þess vegna er mikil barátta um hver mánaðarmót," segir Björgvin Páll, sem frétti fyrst af Lífsýn í lok síðasta árs. "Mér var boðið í heimsókn að kíkja á aðstöðuna og ég var snortinn í minni fyrstu heimsókn. Þarna er verið að vinna ótrúlegt starf og þetta er eitthvað sem ég hefði klárlega þurft að nýta mér á mínum yngri árum en það eru ekki allir svo heppnir að hafa boltann til að bjarga sér," segir Björgvin Páll, sem spilar með Magdeburg í Þýskalandi. Tveir landsleikir við Slóvena eru einnig framundan með íslenska landsliðinu í byrjun apríl. "Ég var gerður að verndara Lífsýnar vegna þess að þetta er málefni stendur mér mjög nærri og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að samtökin geta rekið sig áfram. Eitt af mínu verkefnum þessa stundina er að leita til fjársterkra aðila eða fyrirtækja sem geta lagt samtökunum lið og hjálpað okkur að hjálpa öðrum. Það yrði synd að þurfa að leggja svona starfsemi niður, sem hefur nú þegar bjargað mörgum mannslífum," segir hann en Elvar Bragason og Benedikt Guðmundsson eru mennirnir á bak við samtökin. Björgvin Páll hefur fengið þekkta einstaklinga til að hitta krakkana og stappa í þá stálinu en margir þeirra hafa orðið fyrir einelti, hafa lítið sjálfstraust, hafa dottið úr skóla, eða hafa orðið á einhvern hátt útundan félagslega. "Þorgrímur Þráinsson kom í síðustu viku og hélt fyrirlestur og Logi Geirson ætlar að mæta eftir rúmar tvær vikur og peppa krakkana upp," segir hann og bætir við að Jón Jónsson ætli að aðstoða krakkana í Tónasmiðjunni, sem er stór hluti af samtökunum. Auk þess ætlar frjálsíþróttaþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir að þjálfa krakkana með aðstoð Sporthússins. Einnig er reynt að hjálpa krökkunum með heimanámið þar sem kennararnir og þjálfarnir Hákon Sverrisson og Hilmar Rafn Kristinsson eru í fararbroddi. Verið er að leita að fleiri kennurum til að aðstoða. "Það er yndislegt að sjá hversu margir eru tilbúnir að aðstoða og gefa vinnu sína," segir Björgvin Páll. freyr@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er verndari samtakanna Lífsýn sem starfa fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í félagslegum erfiðleikum. Samtökin eiga þessa dagana undir högg að sækja. Þau eru staðsett í húsnæði á móti Kópavogsskóla en missa það 1. júní. "Við erum að leita að nýju húsnæði. Til að svona samtök geta rekið sig þarf að koma inn nægt fjármagn en til dæmis í síðasta mánuði höfðu þau ekki efni á leigunni og þess vegna er mikil barátta um hver mánaðarmót," segir Björgvin Páll, sem frétti fyrst af Lífsýn í lok síðasta árs. "Mér var boðið í heimsókn að kíkja á aðstöðuna og ég var snortinn í minni fyrstu heimsókn. Þarna er verið að vinna ótrúlegt starf og þetta er eitthvað sem ég hefði klárlega þurft að nýta mér á mínum yngri árum en það eru ekki allir svo heppnir að hafa boltann til að bjarga sér," segir Björgvin Páll, sem spilar með Magdeburg í Þýskalandi. Tveir landsleikir við Slóvena eru einnig framundan með íslenska landsliðinu í byrjun apríl. "Ég var gerður að verndara Lífsýnar vegna þess að þetta er málefni stendur mér mjög nærri og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að samtökin geta rekið sig áfram. Eitt af mínu verkefnum þessa stundina er að leita til fjársterkra aðila eða fyrirtækja sem geta lagt samtökunum lið og hjálpað okkur að hjálpa öðrum. Það yrði synd að þurfa að leggja svona starfsemi niður, sem hefur nú þegar bjargað mörgum mannslífum," segir hann en Elvar Bragason og Benedikt Guðmundsson eru mennirnir á bak við samtökin. Björgvin Páll hefur fengið þekkta einstaklinga til að hitta krakkana og stappa í þá stálinu en margir þeirra hafa orðið fyrir einelti, hafa lítið sjálfstraust, hafa dottið úr skóla, eða hafa orðið á einhvern hátt útundan félagslega. "Þorgrímur Þráinsson kom í síðustu viku og hélt fyrirlestur og Logi Geirson ætlar að mæta eftir rúmar tvær vikur og peppa krakkana upp," segir hann og bætir við að Jón Jónsson ætli að aðstoða krakkana í Tónasmiðjunni, sem er stór hluti af samtökunum. Auk þess ætlar frjálsíþróttaþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir að þjálfa krakkana með aðstoð Sporthússins. Einnig er reynt að hjálpa krökkunum með heimanámið þar sem kennararnir og þjálfarnir Hákon Sverrisson og Hilmar Rafn Kristinsson eru í fararbroddi. Verið er að leita að fleiri kennurum til að aðstoða. "Það er yndislegt að sjá hversu margir eru tilbúnir að aðstoða og gefa vinnu sína," segir Björgvin Páll. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira