Okkur er ekki treystandi Mikael Torfason skrifar 9. mars 2013 06:00 Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun