Viðskipti innlent

Vodafone hagnaðist um tæpa 3 milljarða

Uppgjör Samkvæmt ársuppgjöri Fjarskipta ehf. (Vodafone) var hagnaður 2.768 milljóna hagnaður af rekstri fyrirtækisins fyrir fjármagnstekjur, afskriftir og skatta.
Uppgjör Samkvæmt ársuppgjöri Fjarskipta ehf. (Vodafone) var hagnaður 2.768 milljóna hagnaður af rekstri fyrirtækisins fyrir fjármagnstekjur, afskriftir og skatta.
Hagnaður Vodafone (Fjarskipta hf.) á síðasta ári, fyrir fjármagnstekjur, afskriftir og skatta, nam 2.768 milljónum króna á síðasta ári og hækkaði um 352 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Tekjurnar árið 2012 námu 13.345 milljónum króna og hækkuðu um þrjú prósent frá fyrra ári. Mestar tekjur voru af farsímaþjónustu, 5.763 milljónir, en mestur vöxtur var í tekjum af sjónvarpi og gagnaflutningum.

Heildareignir Fjarskipta í árslok námu 16.278 m.kr. og höfðu hækkað um 514 milljónir frá upphafi 2012. Eigið fé nam 6.782 milljónum um síðustu áramót og var eiginfjárhlutfallið tæp 42 prósent.

Fjarskipti hf. var skráð á hlutabréfamarkað í desember. Hluthafar í árslok voru 548, en stærstu eigendurnir voru Framtakssjóður Íslands með rúmlega nítján prósenta hlut og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með rúm tólf prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×