Fer Landsnet að eigin tillögum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutningsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfisveitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þessara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á slíkum viðmiðunarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar