Kári á leið til Danmerkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2013 07:15 Kári Kristján mun flytja sig um set næsta sumar. Hann er hér í leik á HM, þar sem hann stóð sig mjög vel og heillaði forráðamenn danska liðsins.nordicphotos/afp Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í gær undir samning við danska liðið Bjerringbro-Silkeborg. Kári mun koma til félagsins frá þýska félaginu Wetzlar. Línumaðurinn segist vera spenntur fyrir því að keppa um titla. „Þetta er svokallaður einn plús einn samningur. Eins árs samningur með möguleika á framlengingu til eins árs," sagði Kári Kristján kátur við Fréttablaðið í gærkvöld. Hann klárar tímabilið með Wetzlar og flytur svo næsta sumar. Bjerringbro-Silkeborg verður þriðja erlenda félagið sem hann leikur fyrir. Kári fór frá Haukum til svissneska félagsins Amicitia Zürich árið 2009 og þaðan fór hann til Wetzlar ári síðar. Línumaðurinn sterki, sem oftar en ekki er kallaður Heimakletturinn, óttast það ekki að binda sig í svo skamman tíma. „Það eru tvær hliðar á þessum pening. Ef ég meiðist get ég lent í vandræðum. Ef ég stend mig vel opnast örugglega margir möguleikar sem mér fannst líka heillandi. Ég ætla að koma inn með látum og standa mig vel. Þetta er svolítil áskorun líka og það finnst mér skemmtilegt."Lengi í sigti Bjerringbro Það er búið að orða Kára við félagið síðustu vikur. Af hverju tók svona langan tíma að ganga frá samningum? „Þeir komu og sáu mig gegn Hamburg fyrir jól. Létu mig svo vita að þeir ætluðu að skoða mig vel á HM. Það mót gekk svo vel hjá mér. Eftir HM fór allt á fullt. Ég fór í heimsókn til þeirra á dögunum. Þar skoðuðu læknar mig ásamt því að við ræddum saman. Þá sá ég virkilega hversu spenntir þeir voru fyrir mér og ég var sjálfur mjög spenntur fyrir því að fara þangað," segir Kári og bætir við að hann hafi alltaf verið spenntur fyrir félaginu. „Þarna er ég að fara í lið sem er að keppa um titla. Það er gaman að þeir hafi trú á mér í því verkefni. Þeir hafa mátt horfa á eftir Danmerkurtitlinum til AG og FCK síðustu ár og ætla sér að fara alla leið. Svo er fullt af flottum leikmönnum þarna fyrir. Þetta er lið sem er alltaf sigurstranglegt og það finnst mér líka töff. Ofan á það kemur meistaradeild og svona. Þetta er mjög spennandi pakki og félagið afar metnaðarfullt."Ekki gott að bíða of lengi Kári hefur staðið sig mjög vel með Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni og hafði úr ýmsu að velja. „Það hefur verið mjög gaman að spila í Þýskalandi í þessari sterku deild. Ég gat verið áfram í Þýskalandi og var í viðræðum við lið þar í landi sem og annað danskt lið. Ég er spenntur fyrir því að komast til Danmerkur. Þar er menningin líkari því sem gerist heima," segir Kári en hann hittir fyrir hjá félaginu annan Íslending því Guðmundur Árni Ólafsson hefur leikið með Bjerringbro undanfarin ár. Kári segir það vera góða tilfinningu að vera búinn að ganga frá sínum málum en eiginkona hans á von á barni í lok mánaðarins. „Það er ekki hægt að vera með lífið í lúkunum í júlí. Það hefði því ekki verið gott að bíða of lengi. Ég hef samt svolítið gaman af þessum þreifingum. Það er alltaf smá stress og spenna en það er gaman að hafa úr ýmsu að velja og finna áhuga," segir Kári en hvernig er hann í dönskunni? „Ég er svokallað tungumálakameljón. Ég bregð mér í allra kvikinda líki er það liggur vel á mér. Ég á ekki eftir að vera í vandræðum með þetta," segir Kári léttur. Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í gær undir samning við danska liðið Bjerringbro-Silkeborg. Kári mun koma til félagsins frá þýska félaginu Wetzlar. Línumaðurinn segist vera spenntur fyrir því að keppa um titla. „Þetta er svokallaður einn plús einn samningur. Eins árs samningur með möguleika á framlengingu til eins árs," sagði Kári Kristján kátur við Fréttablaðið í gærkvöld. Hann klárar tímabilið með Wetzlar og flytur svo næsta sumar. Bjerringbro-Silkeborg verður þriðja erlenda félagið sem hann leikur fyrir. Kári fór frá Haukum til svissneska félagsins Amicitia Zürich árið 2009 og þaðan fór hann til Wetzlar ári síðar. Línumaðurinn sterki, sem oftar en ekki er kallaður Heimakletturinn, óttast það ekki að binda sig í svo skamman tíma. „Það eru tvær hliðar á þessum pening. Ef ég meiðist get ég lent í vandræðum. Ef ég stend mig vel opnast örugglega margir möguleikar sem mér fannst líka heillandi. Ég ætla að koma inn með látum og standa mig vel. Þetta er svolítil áskorun líka og það finnst mér skemmtilegt."Lengi í sigti Bjerringbro Það er búið að orða Kára við félagið síðustu vikur. Af hverju tók svona langan tíma að ganga frá samningum? „Þeir komu og sáu mig gegn Hamburg fyrir jól. Létu mig svo vita að þeir ætluðu að skoða mig vel á HM. Það mót gekk svo vel hjá mér. Eftir HM fór allt á fullt. Ég fór í heimsókn til þeirra á dögunum. Þar skoðuðu læknar mig ásamt því að við ræddum saman. Þá sá ég virkilega hversu spenntir þeir voru fyrir mér og ég var sjálfur mjög spenntur fyrir því að fara þangað," segir Kári og bætir við að hann hafi alltaf verið spenntur fyrir félaginu. „Þarna er ég að fara í lið sem er að keppa um titla. Það er gaman að þeir hafi trú á mér í því verkefni. Þeir hafa mátt horfa á eftir Danmerkurtitlinum til AG og FCK síðustu ár og ætla sér að fara alla leið. Svo er fullt af flottum leikmönnum þarna fyrir. Þetta er lið sem er alltaf sigurstranglegt og það finnst mér líka töff. Ofan á það kemur meistaradeild og svona. Þetta er mjög spennandi pakki og félagið afar metnaðarfullt."Ekki gott að bíða of lengi Kári hefur staðið sig mjög vel með Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni og hafði úr ýmsu að velja. „Það hefur verið mjög gaman að spila í Þýskalandi í þessari sterku deild. Ég gat verið áfram í Þýskalandi og var í viðræðum við lið þar í landi sem og annað danskt lið. Ég er spenntur fyrir því að komast til Danmerkur. Þar er menningin líkari því sem gerist heima," segir Kári en hann hittir fyrir hjá félaginu annan Íslending því Guðmundur Árni Ólafsson hefur leikið með Bjerringbro undanfarin ár. Kári segir það vera góða tilfinningu að vera búinn að ganga frá sínum málum en eiginkona hans á von á barni í lok mánaðarins. „Það er ekki hægt að vera með lífið í lúkunum í júlí. Það hefði því ekki verið gott að bíða of lengi. Ég hef samt svolítið gaman af þessum þreifingum. Það er alltaf smá stress og spenna en það er gaman að hafa úr ýmsu að velja og finna áhuga," segir Kári en hvernig er hann í dönskunni? „Ég er svokallað tungumálakameljón. Ég bregð mér í allra kvikinda líki er það liggur vel á mér. Ég á ekki eftir að vera í vandræðum með þetta," segir Kári léttur.
Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira