Ísland, Bandaríkin og baráttan gegn mansali Luis E. Arreaga skrifar 23. janúar 2013 06:00 Þann 1. janúar minntumst við Bandaríkjamenn þess að 150 ár voru liðin frá því að Abraham Lincoln forseti gaf út yfirlýsingu sína um afnám þrælahalds, og að milljónir karla, kvenna og barna sem haldið var sem þrælum, yrðu frjálsar um alla framtíð. Einni og hálfri öld síðar sagði Obama forseti að með yfirlýsingu sinni hefði Lincoln „ítrekað skuldbindingu Bandaríkjanna við ævarandi málstað frelsis. Nú eins og þá erum við staðföst í þeim ásetningi okkar að allir karlar, konur og börn hafi tækifæri til að njóta þessarar bestu gjafar“. Samt erum við enn langan veg frá því að láta þessa sýn um heim í samtímanum, sem er laus við þrælahald í öllum sínum myndum, rætast. Allt að 27 milljónir manna eru fórnarlömb nútímalegs þrælahalds, sem einnig kallast mansal. Þessi glæpur á sér margar birtingarmyndir. Það getur verið misnotkun á vinnukonum sem eru innilokaðar á heimilum vinnuveitenda sinna eða ánauð manns á fiskiskipi. Það getur verið vændi ungrar stúlku í vændishúsi eða nauðug þjónusta drengs sem barnahermanns. Í hvaða formi sem hún er er mansal í eðli sínu arðránsglæpur sem rænir fórnarlömb sín frelsi þeirra og reisn. Nútímaþrælahald á sér stað í öllum löndum heims, og sérhverri ríkisstjórn ber skylda til að bregðast við því.Ekkert ríki lifir í einangrun Nýlega hitti ég tvo Íslendinga, þær Guðrúnu Jónsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, sem verða reglulega vitni að mannlegum harmleikjum sem fylgja mansali. Guðrún er talskona Stígamóta, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöðvar fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og Steinunn er verkefnastýra í Kristínarhúsi, athvarfi sem Stígamót opnaði árið 2011 fyrir fórnarlömb mansals og konur sem hafa tengst vændi og reyna að hverfa til betra lífs. Steinunn vinnur einnig með innanríkisráðuneytinu að aðgerðaáætlun Íslands til að berjast gegn mansali. Báðar þessar konur vöktu aðdáun mína með áhuga sínum og orku. Meira að segja land eins og Ísland, sem hefur fáar aðkomuleiðir og sterka mannréttindavernd, er farið að sjá dæmi um mansal nú þegar hnattvæðingin hefur fært ríki nær hvert öðru. Tilkoma þessarar hörmulegu verslunar með mannslíf á síðustu árum minnir okkur á að ekkert ríki lifir í einangrun. Þar sem þetta er alheimsvandamál er það aðeins leysanlegt með því að öll ríki vinni saman í baráttunni. Íslendingar sýna ákveðni sína í að berjast gegn mansali með því að leggja til mannafla til að rannsaka mansalsmál, þróa stuðningskerfi fyrir fórnarlömb og setja lög til að takast á við vandann á Íslandi. Höfum öll hlutverki að gegna Ríkisstjórn Obamas hefur skuldbundið sig til að berjast gegn nútímaþrælahaldi heima fyrir og um allan heim með því að lögsækja þá sem stunda mansal, vernda fórnarlömbin og hindra þessa glæpi í framtíðinni. Við viljum einnig gjarnan taka höndum saman við ríkisstjórnir sem taka þessu vandamáli alvarlega og við vinnum með hagsmunaaðilum á meðal félagasamtaka, trúfélaga og einkaaðila sem koma með einstaka hæfileika og sérfræðiþekkingu til baráttunnar. Stór hluti vinnu okkar felst í að auka skilning á þessu máli og stuðla að auknum aðgerðum til að finna, stöðva og hindra þessa glæpi. Þessi barátta okkar er, að hluta til, til að minnast afnáms þrælahalds í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið tók höndum saman við National Underground Railroad Freedom Center í Cincinnati í Ohio til að framleiða kvikmyndina Journey to Freedom, sem sýnir hliðstæðurnar á milli mansals og þrælahaldsins á sínum tíma í Bandaríkjunum. Allt frá Kongó til Mexíkó til Nepals hafa sendiráð okkar og ræðismannsskrifstofur opnað dyr sínar til að deila þessari mynd, varpa ljósi á þetta vandamál og hvetja fleira fólk til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við þrælahald nútímans. Hægt er að sjá þessa kvikmynd á Netinu á www.state.gov/j/tip og ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að sjá hvernig þetta vandamál hefur áhrif á samfélög okkar allra í dag. Eins og í baráttunni fyrir afnámi þrælahalds fyrir 150 árum höfum við öll hlutverki að gegna í viðureigninni við mansal. Við þurfum öll að læra að þekkja þessa glæpi, vita hvað við eigum að gera þegar við sjáum þá og koma í veg fyrir að þeir skaði samfélag okkar, ef okkur á að ganga vel í baráttunni gegn nútímaþrælahaldi. Á Íslandi er neyðarlína sem tekur við símtölum frá fórnarlömbum mansals og þeim sem hafa upplýsingar um slíka glæpi. Númerið er 800-5005. Þessi barátta á ekkert minna skilið en fullan stuðning okkar. Eins og Obama forseti sagði „er baráttan gegn mansali eitt mesta mannréttindamál okkar tíma“. Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að vinna að þessu verkefni, og við vonum að þið verðið félagar okkar í þeirri viðleitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar minntumst við Bandaríkjamenn þess að 150 ár voru liðin frá því að Abraham Lincoln forseti gaf út yfirlýsingu sína um afnám þrælahalds, og að milljónir karla, kvenna og barna sem haldið var sem þrælum, yrðu frjálsar um alla framtíð. Einni og hálfri öld síðar sagði Obama forseti að með yfirlýsingu sinni hefði Lincoln „ítrekað skuldbindingu Bandaríkjanna við ævarandi málstað frelsis. Nú eins og þá erum við staðföst í þeim ásetningi okkar að allir karlar, konur og börn hafi tækifæri til að njóta þessarar bestu gjafar“. Samt erum við enn langan veg frá því að láta þessa sýn um heim í samtímanum, sem er laus við þrælahald í öllum sínum myndum, rætast. Allt að 27 milljónir manna eru fórnarlömb nútímalegs þrælahalds, sem einnig kallast mansal. Þessi glæpur á sér margar birtingarmyndir. Það getur verið misnotkun á vinnukonum sem eru innilokaðar á heimilum vinnuveitenda sinna eða ánauð manns á fiskiskipi. Það getur verið vændi ungrar stúlku í vændishúsi eða nauðug þjónusta drengs sem barnahermanns. Í hvaða formi sem hún er er mansal í eðli sínu arðránsglæpur sem rænir fórnarlömb sín frelsi þeirra og reisn. Nútímaþrælahald á sér stað í öllum löndum heims, og sérhverri ríkisstjórn ber skylda til að bregðast við því.Ekkert ríki lifir í einangrun Nýlega hitti ég tvo Íslendinga, þær Guðrúnu Jónsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, sem verða reglulega vitni að mannlegum harmleikjum sem fylgja mansali. Guðrún er talskona Stígamóta, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöðvar fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og Steinunn er verkefnastýra í Kristínarhúsi, athvarfi sem Stígamót opnaði árið 2011 fyrir fórnarlömb mansals og konur sem hafa tengst vændi og reyna að hverfa til betra lífs. Steinunn vinnur einnig með innanríkisráðuneytinu að aðgerðaáætlun Íslands til að berjast gegn mansali. Báðar þessar konur vöktu aðdáun mína með áhuga sínum og orku. Meira að segja land eins og Ísland, sem hefur fáar aðkomuleiðir og sterka mannréttindavernd, er farið að sjá dæmi um mansal nú þegar hnattvæðingin hefur fært ríki nær hvert öðru. Tilkoma þessarar hörmulegu verslunar með mannslíf á síðustu árum minnir okkur á að ekkert ríki lifir í einangrun. Þar sem þetta er alheimsvandamál er það aðeins leysanlegt með því að öll ríki vinni saman í baráttunni. Íslendingar sýna ákveðni sína í að berjast gegn mansali með því að leggja til mannafla til að rannsaka mansalsmál, þróa stuðningskerfi fyrir fórnarlömb og setja lög til að takast á við vandann á Íslandi. Höfum öll hlutverki að gegna Ríkisstjórn Obamas hefur skuldbundið sig til að berjast gegn nútímaþrælahaldi heima fyrir og um allan heim með því að lögsækja þá sem stunda mansal, vernda fórnarlömbin og hindra þessa glæpi í framtíðinni. Við viljum einnig gjarnan taka höndum saman við ríkisstjórnir sem taka þessu vandamáli alvarlega og við vinnum með hagsmunaaðilum á meðal félagasamtaka, trúfélaga og einkaaðila sem koma með einstaka hæfileika og sérfræðiþekkingu til baráttunnar. Stór hluti vinnu okkar felst í að auka skilning á þessu máli og stuðla að auknum aðgerðum til að finna, stöðva og hindra þessa glæpi. Þessi barátta okkar er, að hluta til, til að minnast afnáms þrælahalds í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið tók höndum saman við National Underground Railroad Freedom Center í Cincinnati í Ohio til að framleiða kvikmyndina Journey to Freedom, sem sýnir hliðstæðurnar á milli mansals og þrælahaldsins á sínum tíma í Bandaríkjunum. Allt frá Kongó til Mexíkó til Nepals hafa sendiráð okkar og ræðismannsskrifstofur opnað dyr sínar til að deila þessari mynd, varpa ljósi á þetta vandamál og hvetja fleira fólk til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við þrælahald nútímans. Hægt er að sjá þessa kvikmynd á Netinu á www.state.gov/j/tip og ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að sjá hvernig þetta vandamál hefur áhrif á samfélög okkar allra í dag. Eins og í baráttunni fyrir afnámi þrælahalds fyrir 150 árum höfum við öll hlutverki að gegna í viðureigninni við mansal. Við þurfum öll að læra að þekkja þessa glæpi, vita hvað við eigum að gera þegar við sjáum þá og koma í veg fyrir að þeir skaði samfélag okkar, ef okkur á að ganga vel í baráttunni gegn nútímaþrælahaldi. Á Íslandi er neyðarlína sem tekur við símtölum frá fórnarlömbum mansals og þeim sem hafa upplýsingar um slíka glæpi. Númerið er 800-5005. Þessi barátta á ekkert minna skilið en fullan stuðning okkar. Eins og Obama forseti sagði „er baráttan gegn mansali eitt mesta mannréttindamál okkar tíma“. Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að vinna að þessu verkefni, og við vonum að þið verðið félagar okkar í þeirri viðleitni.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun