Strákarnir eru tilbúnir Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 12. janúar 2013 08:00 hver byrjar? ekki er vitað hvort aron rafn eða björgvin páll byrjar leikinn í dag. þeir taka hér á því á æfingunni í keppnishöllinni í sevilla í gær.fréttablaðið/vilhelm Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýnn fyrir frumraun liðsins gegn Rússum á HM í dag. Liðið er vel undirbúið og með áætlun sem á að geta gengið upp segir þjálfarinn. Aron Kristjánsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leik á stórmóti í dag þegar Ísland mætir Rússum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Sevilla. Aron, sem tók við þjálfun liðsins af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana síðastliðið sumar, er nokkuð bjartsýnn á að liðið nái góðum úrslitum á HM og hann er spenntur að sjá hvernig leikmenn leysa ný hlutverk sem þeim verður úthlutað á þessu stórmóti. „Það er gott að vera kominn á staðinn og ég finn að strákarnir eru tilbúnir í verkefni gegn Rússum." „Það hafa verið ýmsir óvissuþættir hjá liðinu í aðdraganda mótsins, báðir markverðirnir hafa glímt við veikindi og margir nýir leikmenn að koma inn í varnarleikinn," sagði Aron á hóteli íslenska liðsins í Sevilla í gær. Þrátt fyrir að Aron beri sig vel er alveg ljóst að það eru ýmis atriði sem valda honum áhyggjum og sérstaklega í ljósi þess að í liðið vantar „varnarmúrinn" Alexander Petersson, Ingimund Ingimundarson og Arnór Atlason – sem eru allir frá vegna meiðsla og veikinda. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Lykillinn er að spila sterkan varnarleik og vera snöggir til baka. Og stíga út gegn þeirra sterku skyttum. Við höfum verið að leikgreina Rússa og við erum með áætlun og vonandi gengur þetta upp. Ef við náum að framkvæma það sem við ætlum okkur þá er ég bjartsýnn." Það sem veldur mér mestum áhyggjum varðandi mótið er breiddin í leikmannahópnum. Í vináttuleiknum gegn Svíum fengum við ekki nógu mikið út úr þeim leikmönnum sem voru að koma í skyttustöðurnar. Það er eitthvað sem við þurfum að finna lausn á. Við erum að prófa ýmsa hluti þegar Aron (Pálmarsson) er tekin úr umferð." Er það áhyggjuefni hvernig þið ætlið að leysa það ef Aron er tekin úr umferð? „Sóknarleikurinn varð aðeins stirðari þegar Svíarnir tóku Aron úr umferð en ég hef ekki stórkostlega áhyggjur af sókninni. Við skoruðum 28 mörk gegn Svíum en á tímabili í leiknum hafði ég aðeins áhyggjur þar sem við duttum niður í kannski 10 mínútur. Við þurfum að geta leyft okkur að gera breytingar á svona löngu og ströngu móti." „Rússar eru með nýjan þjálfara – og þeir hafa breytt ýmsu hjá sér. Þeir leika „taktík" sem þekkist í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þeir hafa bætt við sig tveimur sterkum leikmönnum sem fengu rússneskt ríkisfang nýlega. Vinstri skyttunni Sergei Gorbok sem er reynslumikill leikmaður frá Hvíta-Rússlandi og örvhentu skyttunni Sergiy Shelmenko frá Úkraínu. Þessir leikmenn voru báðir lykilmenn með sínum landsliðum áður en þeir urðu Rússar og þeir voru báðir hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Þeir styrkja rússneska liðið gríðarlega og auka breiddina hjá því."Vignir er bjartsýnn „Tilfinningin er góð. Við erum búnir að æfa vel og erum vel undirbúnir. Við erum búnir að kortleggja rússneska liðið mjög vel. Og aðbúnaðurinn er góður. Við getum ekki annað en verið spenntir," sagði Vignir Svavarsson. Vignir fær stórt hlutverk í vörn íslenska liðsins á HM og hann er tilbúinn í þann slag og telur sigurlíkurnar gegn Rússum í fyrsta leiknum vera ágætar. „Ég hef verið í aðstoðarhlutverki undanfarin ár en ég tek þessu nýja hlutverki fagnandi. Það er gaman að sjá nýja leikmenn koma sterka inn í hópinn. Þeir hafa margir tekið stór skref og það verður gaman að fylgjast með þeim. Það vantar sterka leikmenn í hópinn en með fullri virðingu fyrir þeim sem vantar þá koma bara aðrir í þeirra stað. Ég hef engar áhyggjur af því, við spilum með það lið sem við höfum, og gerum það besta úr því. Í dag erum við með það gott lið að það er raunhæf krafa á okkur að vinna allar þjóðir," sagði Vignir Svavarsson án þess að hika. Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, er bjartsýnn fyrir frumraun liðsins gegn Rússum á HM í dag. Liðið er vel undirbúið og með áætlun sem á að geta gengið upp segir þjálfarinn. Aron Kristjánsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leik á stórmóti í dag þegar Ísland mætir Rússum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Sevilla. Aron, sem tók við þjálfun liðsins af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana síðastliðið sumar, er nokkuð bjartsýnn á að liðið nái góðum úrslitum á HM og hann er spenntur að sjá hvernig leikmenn leysa ný hlutverk sem þeim verður úthlutað á þessu stórmóti. „Það er gott að vera kominn á staðinn og ég finn að strákarnir eru tilbúnir í verkefni gegn Rússum." „Það hafa verið ýmsir óvissuþættir hjá liðinu í aðdraganda mótsins, báðir markverðirnir hafa glímt við veikindi og margir nýir leikmenn að koma inn í varnarleikinn," sagði Aron á hóteli íslenska liðsins í Sevilla í gær. Þrátt fyrir að Aron beri sig vel er alveg ljóst að það eru ýmis atriði sem valda honum áhyggjum og sérstaklega í ljósi þess að í liðið vantar „varnarmúrinn" Alexander Petersson, Ingimund Ingimundarson og Arnór Atlason – sem eru allir frá vegna meiðsla og veikinda. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu. Lykillinn er að spila sterkan varnarleik og vera snöggir til baka. Og stíga út gegn þeirra sterku skyttum. Við höfum verið að leikgreina Rússa og við erum með áætlun og vonandi gengur þetta upp. Ef við náum að framkvæma það sem við ætlum okkur þá er ég bjartsýnn." Það sem veldur mér mestum áhyggjum varðandi mótið er breiddin í leikmannahópnum. Í vináttuleiknum gegn Svíum fengum við ekki nógu mikið út úr þeim leikmönnum sem voru að koma í skyttustöðurnar. Það er eitthvað sem við þurfum að finna lausn á. Við erum að prófa ýmsa hluti þegar Aron (Pálmarsson) er tekin úr umferð." Er það áhyggjuefni hvernig þið ætlið að leysa það ef Aron er tekin úr umferð? „Sóknarleikurinn varð aðeins stirðari þegar Svíarnir tóku Aron úr umferð en ég hef ekki stórkostlega áhyggjur af sókninni. Við skoruðum 28 mörk gegn Svíum en á tímabili í leiknum hafði ég aðeins áhyggjur þar sem við duttum niður í kannski 10 mínútur. Við þurfum að geta leyft okkur að gera breytingar á svona löngu og ströngu móti." „Rússar eru með nýjan þjálfara – og þeir hafa breytt ýmsu hjá sér. Þeir leika „taktík" sem þekkist í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Þeir hafa bætt við sig tveimur sterkum leikmönnum sem fengu rússneskt ríkisfang nýlega. Vinstri skyttunni Sergei Gorbok sem er reynslumikill leikmaður frá Hvíta-Rússlandi og örvhentu skyttunni Sergiy Shelmenko frá Úkraínu. Þessir leikmenn voru báðir lykilmenn með sínum landsliðum áður en þeir urðu Rússar og þeir voru báðir hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Þeir styrkja rússneska liðið gríðarlega og auka breiddina hjá því."Vignir er bjartsýnn „Tilfinningin er góð. Við erum búnir að æfa vel og erum vel undirbúnir. Við erum búnir að kortleggja rússneska liðið mjög vel. Og aðbúnaðurinn er góður. Við getum ekki annað en verið spenntir," sagði Vignir Svavarsson. Vignir fær stórt hlutverk í vörn íslenska liðsins á HM og hann er tilbúinn í þann slag og telur sigurlíkurnar gegn Rússum í fyrsta leiknum vera ágætar. „Ég hef verið í aðstoðarhlutverki undanfarin ár en ég tek þessu nýja hlutverki fagnandi. Það er gaman að sjá nýja leikmenn koma sterka inn í hópinn. Þeir hafa margir tekið stór skref og það verður gaman að fylgjast með þeim. Það vantar sterka leikmenn í hópinn en með fullri virðingu fyrir þeim sem vantar þá koma bara aðrir í þeirra stað. Ég hef engar áhyggjur af því, við spilum með það lið sem við höfum, og gerum það besta úr því. Í dag erum við með það gott lið að það er raunhæf krafa á okkur að vinna allar þjóðir," sagði Vignir Svavarsson án þess að hika.
Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira