Sorglega fyndið hjá DV Ólafur Hauksson skrifar 11. janúar 2013 06:00 Fyrir tveimur mánuðum birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu, þar sem ég lýsti yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Nokkru síðar birtist svo önnur grein, þar sem ég skammaði sérstakan saksóknara fyrir að leggjast hundflatur fyrir vafasömum kærum banka, en gefa lítið fyrir kærur frá einstaklingum. Nokkrum dögum seinna birtist "Sandkorn" í DV sem ég ætla að leyfa mér að birta í heild sinni hér. Fyrirsögnin var "Ófalur?" og textinn svohljóðandi: "Ólafur Hauksson, sem kallar sig almannatengil, stígur stundum fram opinberlega til að mæra eða verja menn. Þannig skrifaði hann grein í Fréttablaðið á miðvikudaginn og varði Aron Karlsson sem dæmdur hefur verið í tveggja ára fangelsi í Vindasúlumálinu. Áður hefur Ólafur skrifað lofgreinar um Guðlaug Þór Þórðarson og varið kærða menn í Sigurplastsmálinu svokallaða. Velta menn því nú fyrir sér hvort hann sé falur; hvort hagsmunaaðilar geti keypt skoðanir Ólafs sem hann svo viðrar opinberlega."Sjálfkrafa óvinur DV Í sjálfu sér þurfti ég ekki að verða undrandi á þessum óhróðri DV. Þetta eru alkunn vinnubrögð ritstjórnarinnar. DV hatast út í Guðlaug Þór og hefur birt yfir eitt hundrað afar neikvæðar "fréttir" um hann. Vinir Guðlaugs verða augsýnilega sjálfkrafa óvinir DV. Í "Sigurplastsmálinu" birti DV rað-óhróður og ærumeiðingar um fyrrverandi eigendum fyrirtækisins. Ég sendi fréttatilkynningu þegar annar eigenda Sigurplasts höfðaði meiðyrðamál gegn DV og vann. Það gerði mig augsýnilega að óvini DV. Í gagnrýni minni á vinnubrögð sérstaks saksóknara tók ég málið gegn Aroni Karlssyni sem dæmi um undirlægjuhátt þess embættis við bankana. Við það varð ég enn meiri óvinur DV, því að blaðið hafði verið að pönkast í Aroni og föður hans í fréttaflutningi af þessu máli. Ég var sem sagt vinur óvina DV og þar með taldi ritstjórn blaðsins sig bersýnilega hafa öðlast rétt til að pönkast á starfsheiðri mínum.Betra að stíga í hundaskít Ekki nennti ég að höfða mál vegna ærumeiðinga DV eða reyna að sannfæra blaðið um að skoðanir mínar væru ekki til sölu. Þá gæti ég allt eins stigið í hundaskít. Ég ákvað hins vegar að leyfa DV að spegla sig í umræðu af þessu tagi, smakka á eigin meðali. Það gerði ég í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. janúar. Þar spurði ég hvort óhróðurinn í DV væri falur. Ég vísaði þar til undarlega mikillar þjónkunar blaðsins við banka og skiptastjóra þrotabúa í einhliða og síendurteknum ásökunum þeirra á hendur fjölmörgum einstaklingum. Ofsi blaðsins í þessum efnum jafnast á við hatursáróður. Þar með fannst mér staðan orðin nokkuð jöfn. En Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, ákvað að framlengja. Í grein í Fréttablaðinu 8. janúar sakaði hann mig um að nota "ljótustu áróðursbrögðin í bókinni" til að koma höggi á DV. Staðreyndin er sú að eina "bókin" sem sem ég kannast við í þeim efnum er "sandkornið" í DV.Gleymdi að líta í spegilinn Hrakyrði Jóns Trausta í minn garð beinast því í raun að honum sjálfum. Grátlega fyndið er að sjá ummæli hans á borð við þessi: "[Almannatengillinn] getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið." Í "sandkorni" DV um mig sagði: "Velta menn því nú fyrir sér hvort hann sé falur; hvort hagsmunaðilar geti keypt skoðanir Ólafs sem hann svo viðrar opinberlega." Og svona til að láta kné fylgja kviði þá lýsir framkvæmdastjóri DV eftirfarandi yfir í Fréttablaðinu: "Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu." Það eina sem vantaði upp á röksemdafærslu hans var "pabbi minn er sterkari en pabbi þinn". Margur hefur höfðað og unnið mál vegna ærumeiðinga af minna tilefni. Ég ráðlegg hins vegar engum að fara í mál gegn DV út af einu eða neinu. Í byrjun desember dæmdi Hæstiréttur DV til að greiða samtals 1,6 milljónir króna í miskabætur og málskostnað vegna ærumeiðinga. Greiðslurnar átti að inna af hendi án tafar og birta dóminn í næsta tölublaði DV. Rúmum mánuði síðar var DV hvorki búið að borga eina einustu krónu né birta dóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari slær skjaldborg um bankana Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan "venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. 13. desember 2012 06:00 Ólafur ræðst á spegilinn Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. 8. janúar 2013 06:00 Besti heilbrigðisráðherrann Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. 9. nóvember 2012 06:00 Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur mánuðum birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu, þar sem ég lýsti yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Nokkru síðar birtist svo önnur grein, þar sem ég skammaði sérstakan saksóknara fyrir að leggjast hundflatur fyrir vafasömum kærum banka, en gefa lítið fyrir kærur frá einstaklingum. Nokkrum dögum seinna birtist "Sandkorn" í DV sem ég ætla að leyfa mér að birta í heild sinni hér. Fyrirsögnin var "Ófalur?" og textinn svohljóðandi: "Ólafur Hauksson, sem kallar sig almannatengil, stígur stundum fram opinberlega til að mæra eða verja menn. Þannig skrifaði hann grein í Fréttablaðið á miðvikudaginn og varði Aron Karlsson sem dæmdur hefur verið í tveggja ára fangelsi í Vindasúlumálinu. Áður hefur Ólafur skrifað lofgreinar um Guðlaug Þór Þórðarson og varið kærða menn í Sigurplastsmálinu svokallaða. Velta menn því nú fyrir sér hvort hann sé falur; hvort hagsmunaaðilar geti keypt skoðanir Ólafs sem hann svo viðrar opinberlega."Sjálfkrafa óvinur DV Í sjálfu sér þurfti ég ekki að verða undrandi á þessum óhróðri DV. Þetta eru alkunn vinnubrögð ritstjórnarinnar. DV hatast út í Guðlaug Þór og hefur birt yfir eitt hundrað afar neikvæðar "fréttir" um hann. Vinir Guðlaugs verða augsýnilega sjálfkrafa óvinir DV. Í "Sigurplastsmálinu" birti DV rað-óhróður og ærumeiðingar um fyrrverandi eigendum fyrirtækisins. Ég sendi fréttatilkynningu þegar annar eigenda Sigurplasts höfðaði meiðyrðamál gegn DV og vann. Það gerði mig augsýnilega að óvini DV. Í gagnrýni minni á vinnubrögð sérstaks saksóknara tók ég málið gegn Aroni Karlssyni sem dæmi um undirlægjuhátt þess embættis við bankana. Við það varð ég enn meiri óvinur DV, því að blaðið hafði verið að pönkast í Aroni og föður hans í fréttaflutningi af þessu máli. Ég var sem sagt vinur óvina DV og þar með taldi ritstjórn blaðsins sig bersýnilega hafa öðlast rétt til að pönkast á starfsheiðri mínum.Betra að stíga í hundaskít Ekki nennti ég að höfða mál vegna ærumeiðinga DV eða reyna að sannfæra blaðið um að skoðanir mínar væru ekki til sölu. Þá gæti ég allt eins stigið í hundaskít. Ég ákvað hins vegar að leyfa DV að spegla sig í umræðu af þessu tagi, smakka á eigin meðali. Það gerði ég í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. janúar. Þar spurði ég hvort óhróðurinn í DV væri falur. Ég vísaði þar til undarlega mikillar þjónkunar blaðsins við banka og skiptastjóra þrotabúa í einhliða og síendurteknum ásökunum þeirra á hendur fjölmörgum einstaklingum. Ofsi blaðsins í þessum efnum jafnast á við hatursáróður. Þar með fannst mér staðan orðin nokkuð jöfn. En Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV, ákvað að framlengja. Í grein í Fréttablaðinu 8. janúar sakaði hann mig um að nota "ljótustu áróðursbrögðin í bókinni" til að koma höggi á DV. Staðreyndin er sú að eina "bókin" sem sem ég kannast við í þeim efnum er "sandkornið" í DV.Gleymdi að líta í spegilinn Hrakyrði Jóns Trausta í minn garð beinast því í raun að honum sjálfum. Grátlega fyndið er að sjá ummæli hans á borð við þessi: "[Almannatengillinn] getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið." Í "sandkorni" DV um mig sagði: "Velta menn því nú fyrir sér hvort hann sé falur; hvort hagsmunaðilar geti keypt skoðanir Ólafs sem hann svo viðrar opinberlega." Og svona til að láta kné fylgja kviði þá lýsir framkvæmdastjóri DV eftirfarandi yfir í Fréttablaðinu: "Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu." Það eina sem vantaði upp á röksemdafærslu hans var "pabbi minn er sterkari en pabbi þinn". Margur hefur höfðað og unnið mál vegna ærumeiðinga af minna tilefni. Ég ráðlegg hins vegar engum að fara í mál gegn DV út af einu eða neinu. Í byrjun desember dæmdi Hæstiréttur DV til að greiða samtals 1,6 milljónir króna í miskabætur og málskostnað vegna ærumeiðinga. Greiðslurnar átti að inna af hendi án tafar og birta dóminn í næsta tölublaði DV. Rúmum mánuði síðar var DV hvorki búið að borga eina einustu krónu né birta dóminn.
Sérstakur saksóknari slær skjaldborg um bankana Samanburður á vinnubrögðum sérstaks saksóknara í tveimur kærumálum sýnir ótrúlegan undirlægjuhátt embættisins við bankana, á meðan "venjulegt“ fólk má éta það sem úti frýs. 13. desember 2012 06:00
Ólafur ræðst á spegilinn Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. 8. janúar 2013 06:00
Besti heilbrigðisráðherrann Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. 9. nóvember 2012 06:00
Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun