Top Gear uppfyllir draum langveikrar stúlku Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 10:30 Það er ekki amalegt að vera sóttur heim af Richard Hammond úr Top Gear þáttunum á bleikmáluðum Lamborghini Aventador, sérstaklega ekki ef maður er 8 ára, á miðjum bleika aldrinum! Þessu lenti Emilia Palmer frá Herefordshire í Englandi um daginn. Með þessu vildi Hammond uppfylla drauma hennar, en hún þjáist af lungnasjúkdómi sem krefst þess að hún verður stöðugt að stóla á súrefnisgjöf. Top Gear menn töluðu einhvern ágætan eiganda af þessum rándýra ofurbíl til að lána sér hann og fá að sprauta hann bleikan, bara til að gleðja stúlkuna. Hún ljómar náttúrulega þegar Hammond sýnir henni bílinn fágæta í þessum líka fína Barbie-lit. Hún fékk að skreppa af spítalanum til að taka á móti Hammond heima hjá sér og hefur örugglega ekki fundist það leiðinlegt. Svo tók við ánægjulegur bíltúr á bílnum. Top Gear menn gera fleira en gleðja bílaáhugmenn, þeir eru ötulir að gleðja þá sem stríða við mikla erfiðleika og dæmi um það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent
Það er ekki amalegt að vera sóttur heim af Richard Hammond úr Top Gear þáttunum á bleikmáluðum Lamborghini Aventador, sérstaklega ekki ef maður er 8 ára, á miðjum bleika aldrinum! Þessu lenti Emilia Palmer frá Herefordshire í Englandi um daginn. Með þessu vildi Hammond uppfylla drauma hennar, en hún þjáist af lungnasjúkdómi sem krefst þess að hún verður stöðugt að stóla á súrefnisgjöf. Top Gear menn töluðu einhvern ágætan eiganda af þessum rándýra ofurbíl til að lána sér hann og fá að sprauta hann bleikan, bara til að gleðja stúlkuna. Hún ljómar náttúrulega þegar Hammond sýnir henni bílinn fágæta í þessum líka fína Barbie-lit. Hún fékk að skreppa af spítalanum til að taka á móti Hammond heima hjá sér og hefur örugglega ekki fundist það leiðinlegt. Svo tók við ánægjulegur bíltúr á bílnum. Top Gear menn gera fleira en gleðja bílaáhugmenn, þeir eru ötulir að gleðja þá sem stríða við mikla erfiðleika og dæmi um það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent