BMW 2 leysir af BMW 1 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 13:15 BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent