Viðskipti innlent

Fimm stjörnu glæsihótel rís við Hörpu

Gissur Sigurðsson skrifar
Áætlað er að 250 herbergi verði í hótelinu, þannig að það verður eitt hið stærsta hér á landi.
Áætlað er að 250 herbergi verði í hótelinu, þannig að það verður eitt hið stærsta hér á landi.
Framkvæmdir við byggingu fimm stjörnu lúxushótels sunnanvið tónlistarhúsið Hörpuna hefjast væntanlega næsta vor.

Eftir helgi verður undirritaður kaupsamningur við ríki og borg um lóðina, eða holuna, eins og hún er gjarnan nefnd. Kaupandinn er fyrirtækið AIP-Iceland, en að því standa verkfræðistofan Mannvit, arkitektastofan TARK og AIP, sem er indverskt fjárfestingafélag, sem staðið hefur að hótelbyggingum víða um heim.

Áætlað er að 250 herbergi verði í hótelinu, þannig að það verður eitt hið stærsta hér á landi. Kaupverð lóðarinnar er ekki gefið upp, en frumáætlanir gera ráð fyrir að byggingakostnaður verði sjö til átta milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×