Arðsemi íslensku bankanna varð minni við einkavæðingu þeirra Lovísa Eiríksdóttir skrifar 25. júlí 2013 09:00 Landsbanki Íslands varð að fullu einkavæddur árið 2003, ásamt Búnaðarbanka Íslands. Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur.
Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira