Arðsemi íslensku bankanna varð minni við einkavæðingu þeirra Lovísa Eiríksdóttir skrifar 25. júlí 2013 09:00 Landsbanki Íslands varð að fullu einkavæddur árið 2003, ásamt Búnaðarbanka Íslands. Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur.
Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira