Skuldaleiðréttingar, er umræðan sanngjörn? Elsa Lára Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2013 12:17 Nú er ekki nema nokkrir dagar í að ríkisstjórnin kynni framkvæmd boðaðra skuldaleiðréttinga. Heimilin eru orðin óþolinmóð eftir aðgerðum og undrar mig það ekki því biðin hefur verið löng. Gerum okkur samt grein fyrir að biðin hefur verið mun lengri en þetta kjörtímabil hefur staðið. En um leið og óþolinmæði brýst fram, sem hefur vissulega gerst hjá mér, þá er ég um leið ánægð. Ég er ánægð með hversu mikil vinna hefur farið í undirbúning aðgerðanna, sem mun tryggja að komið verði fram með tillögur sem duga. Tillögur sem verða í takt við stjórnarsáttmála Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins. En þar stendur m.a. Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.En ég verð að viðurkenna að það eru ákveðnir þættir sem skyggja á ánægju mína, vegna komandi aðgerða. Það er þegar nokkrir aðilar í samfélaginu leika sér að því að afvegaleiða umræðuna um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Slá fram fullyrðingum um framkvæmd, sem enginn fótur er fyrir. Þessir aðilar hafa ekki hugmynd um hvernig farið verði að framkvæmd mála, en leika sér þess í stað að tala málefnið niður og reyna að auka á ótrúverðugleika þess sem koma skal. Það finnst mér ekki fallega gert því í hvert sinn sem umræðan fer á þetta plan, þá grípur um sig ótti hjá hópi fólks sem býr inni á skuldsettum heimilum. Það veit ég því margir hafa hringt, sent mér póst og skilaboð og sagt mér frá áhyggjum sínum vegna þessara mála. Það gerist samhliða því þegar umræðunni um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar er snúið á hvolf. Mig langar því að óska eftir vandaðri umræðu um þessi mál. Þrátt fyrir að einhver sé ósammála um að fara skuli í þessar aðgerðir, þá verður það gert. Forsætisráðherra mun kynna tillögur skuldaleiðréttingahópsins í lok nóvember og þar á eftir koma tillögurnar til umræðu inni í þinginu. Aukum ekki á kvíða og ótta íslenskra heimila, þeirra sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár með því að afvegaleiða umræðuna og koma röngum skilaboðum út í samfélagið. Stöndum frekar með heimilunum, því kominn er tími til. Lokaorð mín eru þau, að gagnrýni á auðvitað rétt á sér, en munum þá, að mikilvægt er að fara með staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú er ekki nema nokkrir dagar í að ríkisstjórnin kynni framkvæmd boðaðra skuldaleiðréttinga. Heimilin eru orðin óþolinmóð eftir aðgerðum og undrar mig það ekki því biðin hefur verið löng. Gerum okkur samt grein fyrir að biðin hefur verið mun lengri en þetta kjörtímabil hefur staðið. En um leið og óþolinmæði brýst fram, sem hefur vissulega gerst hjá mér, þá er ég um leið ánægð. Ég er ánægð með hversu mikil vinna hefur farið í undirbúning aðgerðanna, sem mun tryggja að komið verði fram með tillögur sem duga. Tillögur sem verða í takt við stjórnarsáttmála Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins. En þar stendur m.a. Ríkisstjórnin mun með markvissum aðgerðum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkunar verðtryggðra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðartakmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.En ég verð að viðurkenna að það eru ákveðnir þættir sem skyggja á ánægju mína, vegna komandi aðgerða. Það er þegar nokkrir aðilar í samfélaginu leika sér að því að afvegaleiða umræðuna um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Slá fram fullyrðingum um framkvæmd, sem enginn fótur er fyrir. Þessir aðilar hafa ekki hugmynd um hvernig farið verði að framkvæmd mála, en leika sér þess í stað að tala málefnið niður og reyna að auka á ótrúverðugleika þess sem koma skal. Það finnst mér ekki fallega gert því í hvert sinn sem umræðan fer á þetta plan, þá grípur um sig ótti hjá hópi fólks sem býr inni á skuldsettum heimilum. Það veit ég því margir hafa hringt, sent mér póst og skilaboð og sagt mér frá áhyggjum sínum vegna þessara mála. Það gerist samhliða því þegar umræðunni um skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar er snúið á hvolf. Mig langar því að óska eftir vandaðri umræðu um þessi mál. Þrátt fyrir að einhver sé ósammála um að fara skuli í þessar aðgerðir, þá verður það gert. Forsætisráðherra mun kynna tillögur skuldaleiðréttingahópsins í lok nóvember og þar á eftir koma tillögurnar til umræðu inni í þinginu. Aukum ekki á kvíða og ótta íslenskra heimila, þeirra sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár með því að afvegaleiða umræðuna og koma röngum skilaboðum út í samfélagið. Stöndum frekar með heimilunum, því kominn er tími til. Lokaorð mín eru þau, að gagnrýni á auðvitað rétt á sér, en munum þá, að mikilvægt er að fara með staðreyndir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun