Loforð um loft 12. febrúar 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar