RÚV og umboðsmaður Alþingis á vaktinni fyrir alla – nema fyrir heyrnarskerta? Rannveig Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Útvarp og sjónvarp allra landsmanna hefur aldrei uppfyllt skyldur sínar við heyrnarskerta eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum landsins er óheimilt að mismuna fólki eftir stétt, stöðu eða efnahag. Hvernig getur RÚV leyft sér að hundsa landslög blygðunarlaust fram til þessa dags? Á undanförnum árum hafa ríkisreknir ljósvakamiðlar í nágrannalöndum okkar virt þau sjálfsögðu mannréttindi að tryggja aðgengi með textun fyrir alla án þess að undanskilja beinar útsendingar eða fréttir. Fyrrverandi blaðamaður hjá RÚV, Gísli Álfgeirsson, greindi frá því í fréttablaði Heyrnarhjálpar (3. tbl., des. 2012, bls. 14) að RÚV ætti auðvelt með að texta fréttir og kostnaðurinn væri óverulegur. Þar segir hann: „Vilji er allt sem þarf.“ Þá hefur umboðsmaður Alþingis tekið við ítrekuðum kvörtunum um málið, án árangurs fyrir heyrnarskerta. Ég hefði haldið að hans verksvið væri að sjá um að lög væru ekki brotin og mannréttindi væru virt. Áhugavert væri að heyra hans rökstuðning á opinberum vettvangi fyrir afstöðu sinni í þessu máli. Mikið hefur verið rætt um að efla þurfi íslenska menningu og skellti Alþingi á nefskatti til að efla hana í gegnum RÚV. Þar sem RÚV var orðið almennt hlutafélag stríddi það gegn lögunum að setja á nefskatt en þá brá Alþingi undir sig betri fætinum og breytti því úr HF í OHF – sem gerði það allt saman löglegt. Þar fyrir utan þiggur RÚV auglýsingatekjur ásamt framlagi af fjárlögum. Engin furða þótt þeir eigi fyrir háskerpusjónvarpstækjum og tólum upp á marga milljarða. Enginn fjárskortur þegar háskerpa er annars vegar. Reglur voru settar um skyldutextun á allt útlent efni og er það þar með komið í forgang en um leið er lokað á mikilvægt íslenskt efni fyrir heyrnarskerta.Geðþóttaákvörðun Frétta- og menningarþættir á borð við Kastljós, Útsvar og Kiljuna eru ekki textaðir. Svo ekki sé talað um mikilvæga hluti á borð við stefnuræðu forsætisráðherra. Það er geðþóttaákvörðun starfsmanna RÚV sem ræður því hvaða íslenskir þættir eru textaðir. Hvað þá veðurfréttir, jafnvel þegar óveður geisar. Skyldi þetta efla íslenska menningu og uppfylla kröfur um almannavarnir? Hefur þá nefskatturinn borið tilætlaðan árangur fyrir alla? Hvað veldur því þegar tækni er augljóslega til staðar að textað efni er skammtað ofan í heyrnarskerta? Fjöldi heyrnarskertra og þeirra sem þurfa á textavarpi að halda er talinn vera um 40-50.000 manns og fer ört vaxandi. Hvernig getur RÚV tekið sér það vald að velja og hafna fyrir heyrnarskerta? Hvernig getur það viðgengist hjá ríkisreknum fjölmiðli á borð við RÚV að beinlínis valda einangrun heyrnarskertra, rétt eins og um sakamenn sé að ræða? Hvert geta heyrnarskertir snúið sér ef umboðsmaður Alþingis tekur ekki á málinu? Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópu segja ef til hans yrði leitað? Ætti ekki að vera forgangsmál að leysa gíslana úr einangruninni sem viðgengist hefur fram til þessa – áður en ráðist er í háskerpusjónvarpstól og tæki? Hinn 19. júlí sl. birtust eftirfarandi upplýsingar frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra: „Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafnvægi – með hagnaði upp á 45 m.kr. að meðaltali á ári.“ Það skýtur því skökku við að ekki sé hægt að texta íslenskt efni að fullu, rétt eins og gert er með allt erlent efni. Forgangsröðunin virðist þó m.a. birtast í yfirboði á sýningum á íþróttaleikjum við einkareknar stöðvar á borð við Stöð 2. Þessi meðferð á heyrnarskertum er til háborinnar skammar fyrir land og þjóð og krefst leiðréttingar strax. Allt sem þarf er vilji og siðferði. Hvort er mikilvægara að skila hagnaði hjá RÚV eða þjónusta alla landsmenn með þeim hætti sem RÚV ber að gera samkvæmt lögum? Ég skora á alla heyrnarskerta að hafna meðferðinni og krefjast réttlætis á við aðra landsmenn, án geðþóttaúthlutunar textavarps í smáskömmtum. Nú loksins eru fréttir textaðar en þó bara fréttir – ekki fréttatengdir þættir á borð við Kastljós eða veðurfréttir. Látum ekki bjóða okkur að láta stinga upp í okkur snuði og segja við okkur: „Svona, þetta er alveg nógu gott fyrir ykkur. Hafið ykkur bara hæg.“ Eða eru mannréttindi bara munaður fyrir þá sem glíma ekki við fatlanir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Útvarp og sjónvarp allra landsmanna hefur aldrei uppfyllt skyldur sínar við heyrnarskerta eins og lög gera ráð fyrir. Í lögum landsins er óheimilt að mismuna fólki eftir stétt, stöðu eða efnahag. Hvernig getur RÚV leyft sér að hundsa landslög blygðunarlaust fram til þessa dags? Á undanförnum árum hafa ríkisreknir ljósvakamiðlar í nágrannalöndum okkar virt þau sjálfsögðu mannréttindi að tryggja aðgengi með textun fyrir alla án þess að undanskilja beinar útsendingar eða fréttir. Fyrrverandi blaðamaður hjá RÚV, Gísli Álfgeirsson, greindi frá því í fréttablaði Heyrnarhjálpar (3. tbl., des. 2012, bls. 14) að RÚV ætti auðvelt með að texta fréttir og kostnaðurinn væri óverulegur. Þar segir hann: „Vilji er allt sem þarf.“ Þá hefur umboðsmaður Alþingis tekið við ítrekuðum kvörtunum um málið, án árangurs fyrir heyrnarskerta. Ég hefði haldið að hans verksvið væri að sjá um að lög væru ekki brotin og mannréttindi væru virt. Áhugavert væri að heyra hans rökstuðning á opinberum vettvangi fyrir afstöðu sinni í þessu máli. Mikið hefur verið rætt um að efla þurfi íslenska menningu og skellti Alþingi á nefskatti til að efla hana í gegnum RÚV. Þar sem RÚV var orðið almennt hlutafélag stríddi það gegn lögunum að setja á nefskatt en þá brá Alþingi undir sig betri fætinum og breytti því úr HF í OHF – sem gerði það allt saman löglegt. Þar fyrir utan þiggur RÚV auglýsingatekjur ásamt framlagi af fjárlögum. Engin furða þótt þeir eigi fyrir háskerpusjónvarpstækjum og tólum upp á marga milljarða. Enginn fjárskortur þegar háskerpa er annars vegar. Reglur voru settar um skyldutextun á allt útlent efni og er það þar með komið í forgang en um leið er lokað á mikilvægt íslenskt efni fyrir heyrnarskerta.Geðþóttaákvörðun Frétta- og menningarþættir á borð við Kastljós, Útsvar og Kiljuna eru ekki textaðir. Svo ekki sé talað um mikilvæga hluti á borð við stefnuræðu forsætisráðherra. Það er geðþóttaákvörðun starfsmanna RÚV sem ræður því hvaða íslenskir þættir eru textaðir. Hvað þá veðurfréttir, jafnvel þegar óveður geisar. Skyldi þetta efla íslenska menningu og uppfylla kröfur um almannavarnir? Hefur þá nefskatturinn borið tilætlaðan árangur fyrir alla? Hvað veldur því þegar tækni er augljóslega til staðar að textað efni er skammtað ofan í heyrnarskerta? Fjöldi heyrnarskertra og þeirra sem þurfa á textavarpi að halda er talinn vera um 40-50.000 manns og fer ört vaxandi. Hvernig getur RÚV tekið sér það vald að velja og hafna fyrir heyrnarskerta? Hvernig getur það viðgengist hjá ríkisreknum fjölmiðli á borð við RÚV að beinlínis valda einangrun heyrnarskertra, rétt eins og um sakamenn sé að ræða? Hvert geta heyrnarskertir snúið sér ef umboðsmaður Alþingis tekur ekki á málinu? Hvað skyldi mannréttindadómstóll Evrópu segja ef til hans yrði leitað? Ætti ekki að vera forgangsmál að leysa gíslana úr einangruninni sem viðgengist hefur fram til þessa – áður en ráðist er í háskerpusjónvarpstól og tæki? Hinn 19. júlí sl. birtust eftirfarandi upplýsingar frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra: „Síðustu þrjú árin, frá 2009, hefur rekstur RÚV verið í góðu jafnvægi – með hagnaði upp á 45 m.kr. að meðaltali á ári.“ Það skýtur því skökku við að ekki sé hægt að texta íslenskt efni að fullu, rétt eins og gert er með allt erlent efni. Forgangsröðunin virðist þó m.a. birtast í yfirboði á sýningum á íþróttaleikjum við einkareknar stöðvar á borð við Stöð 2. Þessi meðferð á heyrnarskertum er til háborinnar skammar fyrir land og þjóð og krefst leiðréttingar strax. Allt sem þarf er vilji og siðferði. Hvort er mikilvægara að skila hagnaði hjá RÚV eða þjónusta alla landsmenn með þeim hætti sem RÚV ber að gera samkvæmt lögum? Ég skora á alla heyrnarskerta að hafna meðferðinni og krefjast réttlætis á við aðra landsmenn, án geðþóttaúthlutunar textavarps í smáskömmtum. Nú loksins eru fréttir textaðar en þó bara fréttir – ekki fréttatengdir þættir á borð við Kastljós eða veðurfréttir. Látum ekki bjóða okkur að láta stinga upp í okkur snuði og segja við okkur: „Svona, þetta er alveg nógu gott fyrir ykkur. Hafið ykkur bara hæg.“ Eða eru mannréttindi bara munaður fyrir þá sem glíma ekki við fatlanir?
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun