Skellir aldrei á neinn að ástæðulausu Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2013 15:15 Eins gott að menn hafi taumhald á tilfinningum sínum ef þeir vilja hringja í Stefán Jón á eftir -- annars verður bara lagt á. Stefán Jón Hafstein er að setja sig í startholurnar en hann mun stjórna Þjóðarsálinni á Rás 2 núna á eftir, milli klukkan 17 og 18. Hann lofar því að skella á vitleysingana sem forðum daga. „Ég þarf svo sem ekkert að undirbúa mig nema læra á nýja stúdíóið, en Guðrún Gunnars verður með mér og tekur á móti símtölum áður en þau fara í loftið svo þetta verður alveg eins og í gamla daga. Ég átti von á það þurfa að læra allt um skuldaleið ríkisstjórnarinnar fyrir þáttinn en hún verður víst ekki komin,“ segir Stefán Jón svellkaldur.Skellti á 10 þúsund manns Það er tilhlökkun í Stefáni Jóni, að setjast aftur við míkrófóninn eftir allan þennan tíma. Þjóðarsálin í umsjá Stefáns Jóns er liður í afmælishátíð Rásar 2, sem heldur upp 30 ára afmæli um þessar mundir. Þjóðarsálin var einn allra vinsælasti þáttur sem hefur verið á dagskrá Rásar 2, einkum þegar Stefán Jón var til að taka á móti símtölum hlustenda á árunum 1987 til 1991. „Nei, ég er ekki stressaður, 20.000 símtöl hér fyrr á árum fara ekki svo glatt úr kerfinu.“ Stefán Jón tók það einhverju sinni saman að þetta hafi verið um 20 þúsund hringingar sem hann svaraði í þessum útvarpsþætti sem gengur út á að hlustendur hringi inn og segi álit sitt á hinu og þessu. „Kannski aðeins ofmælt til að rúnna töluna af. Í seinni tíma útgáfum hef ég svo bætt við: Og skellti á 10 þúsund!“ Stefán Jón var útvarpsstjóri Rásar 2 í árdaga og ekki úr vegi að spyrja hann hvað honum sýnist um stöðu útvarpsmála – en menn hafa bent á að íslenskt útvarp byggi að verulegu leyti á formúlu sem Stefán Jón kom með þegar hann mætti frá Bandaríkjunum, úr námi þar, til að taka við stjórn stöðvarinnar.Útvarp melluvætt „Ég kom inn á Rás 2 þegar hún var að nálgast fimm ára aldurinn og dægurmálaútvarpsformúlan var þá fyrst keyrð. Hún er enn að grunni til ramminn utan um dagskrá rásar tvö. Það sem einkennir fyrst og fremst útvarpið í dag er skortur á sýn og sterkri ritstjórn. Við eigum gott fólk en ekki skýra stefnu og eins og allir þurfa: Aðhald. Þegar ég byrjaði á Útvarpinu ungur maður átti ég Margréti Indriðadóttur sem fréttastjóra og Margréti Jónsdóttur sem fréttamóður, þær tömdu mig vel.“En, má ekki segja að útvarp, öðrum miðlum fremur hafi orðið fyrir barðinu á því að mörk milli auglýsinga og efnis eru oft sáralítil; að útvarp hafi hreinlega verið melluvætt? „Ég get alveg tekið undir að útvarpið hefur verið of viðskiptavætt með alls konar beinum og óbeinum auglýsingum. Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um að skorti faglegt aðhald.“Frá gullárunum. Stefán Jón ásamt Ævari Kjartanssyni.Skellt á vitleysingana Stefán Jón tekur því ekki fjarri að hann muni snúa aftur í útvarpið eftir þetta „gigg“: „Draumurinn hefur alltaf verið að enda ævistarfið í útvarpi. En það er vonandi langt í það!“ Þó vinsældir Þjóðarsálarinnar megi rekja til þess að Stefán Jón var afbragðs útvarpsmaður, vel máli farinn og allt sem prýða má einn útvarpsmann, þá velkjast menn ekki í vafa um að vinsældir Þjóðarsálarinnar megi ekki síst rekja til þess hversu lítt umburðarlyndi hann sýndi gagnvart vitleysingum, ef svo má að orði komast, sem hringdu inn. Og afgreiddi þá snarlega með því einfaldlega að skella á þegar svo bar undir. Þrátt fyrir þetta virðast margir seinni tíma útvarpsmenn og minni spámenn talið sem svo að útvarp sé musteri (miskilinnar) kurteisi? „Ég skelli aldrei á neinn án ástæðu!“ segir Stefán Jón ... og skellti á, en hann verður í loftinu eftir tæpa tvo tíma. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Stefán Jón Hafstein er að setja sig í startholurnar en hann mun stjórna Þjóðarsálinni á Rás 2 núna á eftir, milli klukkan 17 og 18. Hann lofar því að skella á vitleysingana sem forðum daga. „Ég þarf svo sem ekkert að undirbúa mig nema læra á nýja stúdíóið, en Guðrún Gunnars verður með mér og tekur á móti símtölum áður en þau fara í loftið svo þetta verður alveg eins og í gamla daga. Ég átti von á það þurfa að læra allt um skuldaleið ríkisstjórnarinnar fyrir þáttinn en hún verður víst ekki komin,“ segir Stefán Jón svellkaldur.Skellti á 10 þúsund manns Það er tilhlökkun í Stefáni Jóni, að setjast aftur við míkrófóninn eftir allan þennan tíma. Þjóðarsálin í umsjá Stefáns Jóns er liður í afmælishátíð Rásar 2, sem heldur upp 30 ára afmæli um þessar mundir. Þjóðarsálin var einn allra vinsælasti þáttur sem hefur verið á dagskrá Rásar 2, einkum þegar Stefán Jón var til að taka á móti símtölum hlustenda á árunum 1987 til 1991. „Nei, ég er ekki stressaður, 20.000 símtöl hér fyrr á árum fara ekki svo glatt úr kerfinu.“ Stefán Jón tók það einhverju sinni saman að þetta hafi verið um 20 þúsund hringingar sem hann svaraði í þessum útvarpsþætti sem gengur út á að hlustendur hringi inn og segi álit sitt á hinu og þessu. „Kannski aðeins ofmælt til að rúnna töluna af. Í seinni tíma útgáfum hef ég svo bætt við: Og skellti á 10 þúsund!“ Stefán Jón var útvarpsstjóri Rásar 2 í árdaga og ekki úr vegi að spyrja hann hvað honum sýnist um stöðu útvarpsmála – en menn hafa bent á að íslenskt útvarp byggi að verulegu leyti á formúlu sem Stefán Jón kom með þegar hann mætti frá Bandaríkjunum, úr námi þar, til að taka við stjórn stöðvarinnar.Útvarp melluvætt „Ég kom inn á Rás 2 þegar hún var að nálgast fimm ára aldurinn og dægurmálaútvarpsformúlan var þá fyrst keyrð. Hún er enn að grunni til ramminn utan um dagskrá rásar tvö. Það sem einkennir fyrst og fremst útvarpið í dag er skortur á sýn og sterkri ritstjórn. Við eigum gott fólk en ekki skýra stefnu og eins og allir þurfa: Aðhald. Þegar ég byrjaði á Útvarpinu ungur maður átti ég Margréti Indriðadóttur sem fréttastjóra og Margréti Jónsdóttur sem fréttamóður, þær tömdu mig vel.“En, má ekki segja að útvarp, öðrum miðlum fremur hafi orðið fyrir barðinu á því að mörk milli auglýsinga og efnis eru oft sáralítil; að útvarp hafi hreinlega verið melluvætt? „Ég get alveg tekið undir að útvarpið hefur verið of viðskiptavætt með alls konar beinum og óbeinum auglýsingum. Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um að skorti faglegt aðhald.“Frá gullárunum. Stefán Jón ásamt Ævari Kjartanssyni.Skellt á vitleysingana Stefán Jón tekur því ekki fjarri að hann muni snúa aftur í útvarpið eftir þetta „gigg“: „Draumurinn hefur alltaf verið að enda ævistarfið í útvarpi. En það er vonandi langt í það!“ Þó vinsældir Þjóðarsálarinnar megi rekja til þess að Stefán Jón var afbragðs útvarpsmaður, vel máli farinn og allt sem prýða má einn útvarpsmann, þá velkjast menn ekki í vafa um að vinsældir Þjóðarsálarinnar megi ekki síst rekja til þess hversu lítt umburðarlyndi hann sýndi gagnvart vitleysingum, ef svo má að orði komast, sem hringdu inn. Og afgreiddi þá snarlega með því einfaldlega að skella á þegar svo bar undir. Þrátt fyrir þetta virðast margir seinni tíma útvarpsmenn og minni spámenn talið sem svo að útvarp sé musteri (miskilinnar) kurteisi? „Ég skelli aldrei á neinn án ástæðu!“ segir Stefán Jón ... og skellti á, en hann verður í loftinu eftir tæpa tvo tíma.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“