Skoðun

Hvað kostar læknir og hver borgar?

Oddur Steinarsson skrifar

Í tilefni af umræðunni um lækna og nám þeirra vil ég benda á nokkrar staðreyndir. Sérnámskostnaður lækna er dýrasti hluti námsins. Á heilsugæslustöðinni sem ég stýri í Gautaborg eru tveir sérnámslæknar í heimilislækningum. Okkur eru greiddar 40-65 þúsund sænskar krónur á mánuði fyrir að hafa hvern námslækni hjá okkur. Þetta eru um 500-700 þúsund sænskar krónur á ári fyrir námslækni í fullri stöðu. Síðan bætist við kostnaður við kennslu, kennslustjóra, námsferðir og fleira.



Þannig er árskostnaður um 600-900 þúsund sænskar krónur á ári á hvern námslækni, sem eru um 11-17 milljónir íslenskra króna á ári. Kostnaður sænskra yfirvalda við allt sérnámið, sem tekur fimm ár, er um 55-85 milljónir íslenskra króna. Í vissum öðrum sérgreinum getur þetta verið töluvert hærra.



Til samanburðar var kostnaður við 6 ára grunnnám í læknisfræði á Íslandi 8,5 milljónir árið 2011, eða um 1,4 milljónir á ári.



Áður fyrr skiluðu um 80% íslenskra lækna sér heim eftir sérnám erlendis þannig að ávinningur Íslendinga af því hefur verið gríðarlegur, bæði fjárhagslega og faglega. Því miður hefur orðið breyting á þessu síðastliðin ár, þar sem færri læknar skila sér heim vegna lakari samkeppnisstöðu Íslands. Þrátt fyrir það njóta Íslendingar enn verulega góðs af því námi sem íslenskir læknar hafa sótt erlendis.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×