Viðskipti innlent

Skúli Mogensen setur 500 milljónir í Wow air

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air.
Títan fjárfestingarfélag, sem er í eigu Skúla Mogensen, hefur aukið hlutafé sitt í WOW air um 500 milljónir sem hafa nú þegar verið greiddar inn í félagið. Skúli lánar hlutaféð sjálfur, að því er fram kemur í tilkynningu Wow air.

„Heildarfjárfesting Títan í WOW air er þar með orðin 1.500 milljónir frá stofnun WOW air 2011.  Hlutafjáraukningin mun styðja við áframhaldandi vöxt WOW air og ekki síst sókn félagsins inn á Norður-Ameríku markað. Næsta sumar mun WOW air fljúga til 17 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Tveir áfangastaðir bætast við leiðarkerfi félagsins frá því síðasta sumar.

Starfsmannafjöldi WOW air hefur tvöfaldast síðan síðastliðið sumar og frá með næsta mánuði mun fast- og lausráðið starfsfólk nema um 170 manns. Félagið hefur stækkað jafnt og þétt frá fyrsta flugi þess í maí 2012 en það ár flaug félagið með um 90 þúsund farþega, núna í ár verður farþegafjöldi rúmlega 400 þúsund og gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á næsta ári,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×