Mistök Sjálfstæðisflokks Össur Skarphéðinsson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarnason, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmálastofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslendinga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfirhöfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórnmálamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Bandaríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggisþarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu samfélagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Langlægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir forystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðlabanka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginningarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðisflokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hagsmuna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskiptafrelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, innmúruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun