Að skjóta sig í fótinn Kristján E. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun