Vökulög – vændislög Bjarni Karlsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun