Vökulög – vændislög Bjarni Karlsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar