Vökulög – vændislög Bjarni Karlsson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var vinnutími sjómanna og verkamanna álitinn einkamál þeirra og atvinnurekandans. Frjálsir verkamenn sömdu bara við þá sem keyptu af þeim vinnukraftinn. Þá komu til verkalýðsfélög sem m.a. settu á vökulögin svo nefndu sem gerðu það að verkum að sjómenn og útgerðarmenn máttu ekki lengur semja um nema takmarkað vinnuframlag á sólarhring. Þetta inngrip í frjálsa samninga fullveðja fólks var gert af augljósum ástæðum með hagsmuni samfélagsins og almenna lýðheilsu fyrir augum. Það er dálítið í anda vökulaganna sem ég hygg að rétt sé að móta vændislög. Það er einföldun að halda að fullveðja fólk geti með réttu gert hvaða samninga sem vera skuli við annað fullveðja fólk svo lengi sem það sé bara þeirra á milli, eins og gjarnan er haldið fram í umræðunni sem nú stendur um vændi á Íslandi. Það er t.d. þekkt staðreynd að til er fólk í útlöndum sem selur öðrum líffæri úr sjálfu sér. Myndum við vilja lögleyfa slík viðskipti með þeim orðum að fólk ráði sér og sínum skrokki sjálft og sé fært um að meta hagsmuni sína í viðskiptum við aðra? Myndum við vilja halda áfram og segja: „Hvers vegna að halda þessari starfsemi undir yfirborðinu, gera líffærakaupendur að glæpamönnum og koma í veg fyrir að uppskurðir séu framkvæmdir við bestu hugsanlegu aðstæður?” Nei, það yrði erfitt að finna marga sem treystu sér í þetta. Ástæðan er siðferðisleg og samfélagsleg. Við skynjum að það er eitthvað um mannslíkamann og ráðstöfun okkar á gæðum hans sem er ekki bara einkamál eða viðskipti, heldur varðar um leið siðferði okkar og samfélag. Vændi er heldur ekki einungis persónulegs eða viðskiptalegs eðlis, það hefur líka siðferðislegar og samfélagslegar hliðar. Önnur rök sem oft eru notuð til þess að gera lítið úr áhyggjum af vændi eru þau að hér séum við komin inn á svið kynlífsins og að ekki dugi nú að ætla að stjórna kynlífi fólks. Þarna hygg ég tvennu ruglað saman. Í kynlífi deilir fólk líkamlegum gæðum í gagnkvæmni og jöfnuði en vændi er kynferðisleg samskipti án jafnaðar, þar sem skipt er á líkamlegum gæðum gegn gjaldi. Kynlíf og vændi eru þannig ólík samskipti og geta ekki heitið sama nafni. Utan frá séð geta samskiptin litið eins út – fólk að hafa mök – en inntak þeirra er þó sitt hvað. Þegar kynferðissamskipti hætta að vera gagnkvæm og fela ekki lengur í sér jöfnuð þá hætta þau að vera kynlíf og verða að einhverju öðru. Allt snýst þetta um gæði mannslíkamans. Líkamar okkar eru magnaðir og gjöfulir, uppsprettur sístreymandi gæða til sjós og lands. Og það gildir um líkamsgæði jafnt sem önnur gæði að þau fara forgörðum þegar menn nálgast þau með ójöfnuði. Þess vegna eru vændisviðskipti röng og vitlaus rétt eins og aðstæður gömlu síðutogarasjómannanna voru fáránlegar áður en vökulögin voru sett. Löggjöf okkar þarf einhvern veginn að endurspegla það sem við vitum sannast og best á hverjum tíma.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun