Bílar og sætar stelpur skipta ekki máli núna 8. nóvember 2013 10:00 Fyrirtæki Sertacs Tasdelen heitir Binnaz abla. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“ Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Fyrir örfáum árum vann Sertac Tasdelen, sem fjármálaráðgjafi hjá stóru fyrirtæki í Dubai, við að segja fólki hvað það átti að gera við peningana sína. Honum fannst hann ekki fá það sem hann vildi út úr lífinu og fékk hugljómun á jóladag árið 2011. Hann strengdi þess heit að hætta í vinnunni sinni áður en hann yrði þrítugur. Árið 2012 stofnaði hann fyrirtæki með móður sinni þar sem hún spáði í bolla fyrir fólk í gegnum internetið. „Það virkar þannig að fólk tekur mynd af bollanum sínum og sendir henni myndina og hún sendir til baka spádóm. Til að byrja með var þjónustan ókeypis. Síðan ákváðum við að rukka tíu dollara fyrir hvern spádóm. Eftirspurnin óx mjög fljótt svo mikið að við önnuðum ekki eftirspurn. Mamma spáði aðeins í tíu bolla á dag, þannig að við fjölguðum starfsmönnum.“ Móðir Sertac er andlit fyrirtækisins og um hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu í Tyrklandi sem er heimaland þeirra. „Margir sem vinna hjá okkur eru í hjólastól og atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fatlaða í Tyrklandi, svo það er gaman að geta haft þessi jákvæðu áhrif á líf fólks.“ Til að byrja með sinnti hann vefsíðunni eftir vinnu. Samtals vann hann um tuttugu tíma á sólarhring þegar hann starfaði bæði fyrir fjármálafyrirtækið og sá um vefsíðuna með móður sinni. Í júní 2012 sagði hann upp vinnunni og helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu. Þá var hann 29 ára gamall. Sertac þykir meira gefandi að hafa mikil áhrif í minna fyrirtæki en að vera lítið púsl í risastóru fyrirtæki eins og áður. Nú þénar hann þrefalda eða fjórfalda upphæðina sem hann fékk í laun þegar hann starfaði í fjármálabransanum, en þarf að vinna minna og getur ferðast um allan heim og stundað mismunandi jaðaríþróttir. Þess vegna er hann á Íslandi þessa dagana og þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann var hann nýbúinn að kafa í Silfru. „Ég hef alveg breytt um lífsstíl. Þegar ég vann fyrir fjármálafyrirtæki lagði ég mikið upp úr því að eiga fína bíla og elta sætar stelpur. Þessir hlutir skipta mig ekki máli lengur. Maður gleymir því hvaða skópör maður kaupir um ævina, en maður gleymir því aldrei að hafa kafað í Silfru.“
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira