Fækka fólki en borga háar upphæðir í raforkuskatt Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2013 08:40 Rio Tinto Alcan á Íslandi greiðir að sögn Rannveigar eina milljón króna á dag í raforkuskatt. Fréttablaðið/GVA. „Það er sárt að borga áfram um eina milljón króna á dag í raforkuskatt sem átti að vera tímabundinn og þurfa á sama tíma að segja fólki upp vegna sparnaðar,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Rannveig og forsvarsmenn álfyrirtækjanna á Íslandi hafa síðustu tvö ár gagnrýnt að raforkuskattur stjórnvalda sé enn innheimtur. Upphaflegur samningur þeirra við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem var undirritaður í lok árs 2009, gerði einungis ráð fyrir að skatturinn yrði til þriggja ára. Í desember 2012 ákvað sú ríkisstjórn hins vegar að framlengja samninginn. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af mörgum þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna, þar á meðal af þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar verður framlengingin frá árinu 2012 látin standa til ársins 2015. Stóriðjufyrirtækin þurfa því að greiða um 1,7 milljarða króna í skatt vegna raforkukaupa á næsta ári. „Árið 2010 fórum við í 60 milljarða króna fjárfestingarverkefni hér í Straumsvík og þá höfðum við skriflega staðfestingu frá Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi fjármálaráðherra, um að það yrði staðið við samkomulagið um þennan tímabundna skatt,“ segir Rannveig og heldur áfram. „Álverið var á síðasta ári rekið með tapi í fyrsta sinn í tuttugu ár og það er líklegt að rekstur þessa árs skili tapi upp á rúman milljarð króna og á sama tíma er þessi skattur lagður á. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það að standa ekki við gefin loforð og gerða samninga er afar slæmt fyrir orðspor Íslands meðal erlendra fjárfesta,“ segir Rannveig. Spurð hvort Rio Tinto Alcan á Íslandi ætli að skoða lagalega stöðu sína segir Rannveig að fyrirtækið sé ekki búið að gefa upp alla von um að fyrri orð standi. „Við höfum reynt að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og munum gera það áfram.“Viðbrögð forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar við framlengingu samningins um raforkuskatt árið 2012.„Ég vil þó nota tækifærið til að nefna eitt atriði hér í lokin vegna þess að það sýnir – það er ekki hægt að kalla það annað en ósvífni núverandi ríkisstjórnar. Það er framganga stjórnarinnar varðandi skatt á raforku, raforkuskattinn, þar sem búið var að gera samkomulag við fyrirtæki sem góðfúslega tóku þátt í því að fjármagna framkvæmdir eða útgjöld ríkisstjórnarinnar, jafnvel með því að greiða skatta fyrir fram til nokkurra ára eins og sum stóriðjufyrirtækin gerðu samkvæmt samningi um að það yrði bara til ákveðins tíma. Svo kemur hæstvirtur forsætisráðherra, eftir að hafa framlengt þessa skattlagningu, og segir að víst hefði verið staðið við samkomulagið, samkomulagið hefði verið að hafa þetta bara til ákveðins tíma en nú sé sá tími liðinn og þá sé hægt að setja skattinn á aftur. Þessir útúrsnúningar eru náttúrlega svo ósvífnir og grófir að þeir eru til þess fallnir að hræða hvern þann sem hefur verið að velta fyrir sér að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu á Íslandi frá því. Vonandi verður skaðinn ekki langvarandi, vonandi tekst nýrri ríkisstjórn fljótt að sýna fram á að hún haldi loforð og samninga betur en sú sem ég vona að fari frá næsta vor.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Alþingi, 6. desember 2012.„Fyrir nokkrum vikum síðan bar ég það upp við hæstvirtan atvinnuvegaráðherra hvernig á því stæði að það væri ekki staðið við gefin loforð til stóriðjunnar um að hann [raforkuskatturinn] væri tímabundinn skattur. Með þessu fjárlagafrumvarpi er verið að framlengja sérstakan skatt af seldri raforku. Þetta er í raun og veru skattur sem átti einungis að gilda tímabundið og er fyrst og fremst greiddur af stóriðjufyrirtækjunum. Svikin loforð á borð við þetta eru, ásamt öðru, til þess fallin að fæla menn frá því að koma með fjármagn til Íslands.“Bjarni Benediktsson, Alþingi, 3. desember 2012. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Það er sárt að borga áfram um eina milljón króna á dag í raforkuskatt sem átti að vera tímabundinn og þurfa á sama tíma að segja fólki upp vegna sparnaðar,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Rannveig og forsvarsmenn álfyrirtækjanna á Íslandi hafa síðustu tvö ár gagnrýnt að raforkuskattur stjórnvalda sé enn innheimtur. Upphaflegur samningur þeirra við ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem var undirritaður í lok árs 2009, gerði einungis ráð fyrir að skatturinn yrði til þriggja ára. Í desember 2012 ákvað sú ríkisstjórn hins vegar að framlengja samninginn. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd af mörgum þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna, þar á meðal af þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar verður framlengingin frá árinu 2012 látin standa til ársins 2015. Stóriðjufyrirtækin þurfa því að greiða um 1,7 milljarða króna í skatt vegna raforkukaupa á næsta ári. „Árið 2010 fórum við í 60 milljarða króna fjárfestingarverkefni hér í Straumsvík og þá höfðum við skriflega staðfestingu frá Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi fjármálaráðherra, um að það yrði staðið við samkomulagið um þennan tímabundna skatt,“ segir Rannveig og heldur áfram. „Álverið var á síðasta ári rekið með tapi í fyrsta sinn í tuttugu ár og það er líklegt að rekstur þessa árs skili tapi upp á rúman milljarð króna og á sama tíma er þessi skattur lagður á. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það að standa ekki við gefin loforð og gerða samninga er afar slæmt fyrir orðspor Íslands meðal erlendra fjárfesta,“ segir Rannveig. Spurð hvort Rio Tinto Alcan á Íslandi ætli að skoða lagalega stöðu sína segir Rannveig að fyrirtækið sé ekki búið að gefa upp alla von um að fyrri orð standi. „Við höfum reynt að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og munum gera það áfram.“Viðbrögð forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar við framlengingu samningins um raforkuskatt árið 2012.„Ég vil þó nota tækifærið til að nefna eitt atriði hér í lokin vegna þess að það sýnir – það er ekki hægt að kalla það annað en ósvífni núverandi ríkisstjórnar. Það er framganga stjórnarinnar varðandi skatt á raforku, raforkuskattinn, þar sem búið var að gera samkomulag við fyrirtæki sem góðfúslega tóku þátt í því að fjármagna framkvæmdir eða útgjöld ríkisstjórnarinnar, jafnvel með því að greiða skatta fyrir fram til nokkurra ára eins og sum stóriðjufyrirtækin gerðu samkvæmt samningi um að það yrði bara til ákveðins tíma. Svo kemur hæstvirtur forsætisráðherra, eftir að hafa framlengt þessa skattlagningu, og segir að víst hefði verið staðið við samkomulagið, samkomulagið hefði verið að hafa þetta bara til ákveðins tíma en nú sé sá tími liðinn og þá sé hægt að setja skattinn á aftur. Þessir útúrsnúningar eru náttúrlega svo ósvífnir og grófir að þeir eru til þess fallnir að hræða hvern þann sem hefur verið að velta fyrir sér að fjárfesta í atvinnuuppbyggingu á Íslandi frá því. Vonandi verður skaðinn ekki langvarandi, vonandi tekst nýrri ríkisstjórn fljótt að sýna fram á að hún haldi loforð og samninga betur en sú sem ég vona að fari frá næsta vor.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Alþingi, 6. desember 2012.„Fyrir nokkrum vikum síðan bar ég það upp við hæstvirtan atvinnuvegaráðherra hvernig á því stæði að það væri ekki staðið við gefin loforð til stóriðjunnar um að hann [raforkuskatturinn] væri tímabundinn skattur. Með þessu fjárlagafrumvarpi er verið að framlengja sérstakan skatt af seldri raforku. Þetta er í raun og veru skattur sem átti einungis að gilda tímabundið og er fyrst og fremst greiddur af stóriðjufyrirtækjunum. Svikin loforð á borð við þetta eru, ásamt öðru, til þess fallin að fæla menn frá því að koma með fjármagn til Íslands.“Bjarni Benediktsson, Alþingi, 3. desember 2012.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira