Innlent

Ragnar Bragason gerir samning við APA umboðsskrifstofuna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ragnar Bragason leikstjóri og Þorbjörg Helga Dýrfjörð gerðu samning við APA.
Ragnar Bragason leikstjóri og Þorbjörg Helga Dýrfjörð gerðu samning við APA.
Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri og Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikkona hafa skrifað undir samning við bandarísku umboðsskrifstofuna APA í kjölfar sýningarinnar Málmhaus (e.Metalhead) á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Ragnar var að ganga frá samningnum við umboðsskrifstofuna. „Þeir verða augu mín og eyru vestan hafs. Þetta snýst um að búa til kontakta og koma sínum verkum á framfæri, bæði gömlum og nýjum.“

Ragnar var á hátíðinni í Toronto sem kláraðist um helgina. Málmhaus var sýnd 7. september og að sögn Ragnars er þetta íslensk sveitasaga.

„Myndin er um fjölskyldu sem er að takast á við dauðsfall í fjölskyldunni og hver og einn gerir það á sinn hátt. Aðalpersónan er ung kona sem Þorbjörg Helga leikur og hún tekst á við sorgina í gegnum þungarokk,“ segir Ragnar.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 11. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×