Notar þú galdralausnir gegn hökkurum? Dr. Ýmir Vigfússon skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Í nýlegri rannsókn Imperva á gæðum algengustu veiruvarna (e. anti-virus), lausna sem fyrirtæki nota í dag, kom í ljós að þær finna og stöðva aðeins um 5% nýrra veira í besta falli. Það tók enn fremur eina og hálfa til fjórar vikur þar til helstu varnirnar lærðu að þekkja hinar nýju óværur. Í netheimum eru jafnvel örfáir dagar ríflegur athafnatími fyrir hakkara og glæpasamtök til að ná settum markmiðum, hvort sem það er að stela eða breyta forritskóða, upplýsingum, kreditkortanúmerum eða setja upp njósnaforrit hjá fórnarlambinu. Þar fyrir utan er auðvelt fyrir flesta tölvurefi að sniðganga margar af helstu vörnum sem notaðar eru, eins og kom í ljós á dögunum þegar hakkarar áttu fullan aðgang að innviðum New York Times í nokkra mánuði án þess að þeirra yrði vart. Veiruvarnir eru á allan hátt erfitt viðfangsefni en eru á margan hátt barn síns tíma og hafa átt fullt í fangi með að aðlagast þeim margslungnu árásaraðferðum sem fyrirfinnast nú á Internetinu. Ef veiruvarnir eru pensillín þá eru tölvuveirur nútímans eins og berklaafbrigði sem hafa þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum.Alvarlegt spurningarmerki Það skal taka fram að hér er ekki verið að mæla með að hætt sé að nota veiruvarnir eða önnur slík tól. Aftur á móti setur þessi rannsókn og fleiri af svipuðum toga alvarlegt spurningarmerki við hvaða fjárhagslegu áherslur ber að hafa í öryggismálum: rúmlega þriðjungur fjármagns fyrir öryggishugbúnað er notaður í vírusvarnir samkvæmt könnun Gartners, þrátt fyrir að slík tól séu mun takmarkaðri en sölumenn þeirra gefa til kynna. Slík virðist því miður vera raunin með flestan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Þegar öllu er á botninn hvolft er öryggi ekki ástand heldur ferill og það er því mikilvægt að líta heildrænt á tölvuvarnir hvers fyrirtækis og spyrja: Hver er líklegasta leiðin til að brjótast inn? Hverju væri árásáraðilinn á höttunum eftir? Ef einhver kemst inn fyrir girðinguna, hvað þá? Hvernig er hægt að efla varnirnar hverju sinni? Hvernig veistu að þær hafi verið bættar? Á UT-messunni í Hörpunni 8. og 9. febrúar verður meðal fjölda annarra atriða rætt um þessi upplýsingaöryggismál í fyrirlestrinum „Hinn blákaldi sannleikur: Maður er alltaf óöruggur“. Ég mun þar, ásamt öðrum sérfræðingum hjá hinu nýstofnaða tölvuöryggis- og rannsóknarfyrirtæki Syndis slf., sem er með höfuðstöðvar í Háskólanum í Reykjavík, útskýra þróun í undirheimum internetsins og misræmisins milli þess öryggis sem við teljum okkur geta keypt og þess sem nútímavörur raunverulega veita, enda hafa þær allar sína kosti og galla. Við munum meðal annars sýna og útskýra nákvæmlega hvernig tölvurefur hefði fyrir sex vikum síðan komist inn á tölvuna þína í gegnum Internet Explorer, þrátt fyrir að hún hefði verið uppfærð og kveikt hefði verið á öllum vörnum. Jafnframt verður rætt um hvað sé til bragðs að taka og hvernig við getum barist saman gegn hinni landamæralausu internetvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Í nýlegri rannsókn Imperva á gæðum algengustu veiruvarna (e. anti-virus), lausna sem fyrirtæki nota í dag, kom í ljós að þær finna og stöðva aðeins um 5% nýrra veira í besta falli. Það tók enn fremur eina og hálfa til fjórar vikur þar til helstu varnirnar lærðu að þekkja hinar nýju óværur. Í netheimum eru jafnvel örfáir dagar ríflegur athafnatími fyrir hakkara og glæpasamtök til að ná settum markmiðum, hvort sem það er að stela eða breyta forritskóða, upplýsingum, kreditkortanúmerum eða setja upp njósnaforrit hjá fórnarlambinu. Þar fyrir utan er auðvelt fyrir flesta tölvurefi að sniðganga margar af helstu vörnum sem notaðar eru, eins og kom í ljós á dögunum þegar hakkarar áttu fullan aðgang að innviðum New York Times í nokkra mánuði án þess að þeirra yrði vart. Veiruvarnir eru á allan hátt erfitt viðfangsefni en eru á margan hátt barn síns tíma og hafa átt fullt í fangi með að aðlagast þeim margslungnu árásaraðferðum sem fyrirfinnast nú á Internetinu. Ef veiruvarnir eru pensillín þá eru tölvuveirur nútímans eins og berklaafbrigði sem hafa þróað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum.Alvarlegt spurningarmerki Það skal taka fram að hér er ekki verið að mæla með að hætt sé að nota veiruvarnir eða önnur slík tól. Aftur á móti setur þessi rannsókn og fleiri af svipuðum toga alvarlegt spurningarmerki við hvaða fjárhagslegu áherslur ber að hafa í öryggismálum: rúmlega þriðjungur fjármagns fyrir öryggishugbúnað er notaður í vírusvarnir samkvæmt könnun Gartners, þrátt fyrir að slík tól séu mun takmarkaðri en sölumenn þeirra gefa til kynna. Slík virðist því miður vera raunin með flestan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Þegar öllu er á botninn hvolft er öryggi ekki ástand heldur ferill og það er því mikilvægt að líta heildrænt á tölvuvarnir hvers fyrirtækis og spyrja: Hver er líklegasta leiðin til að brjótast inn? Hverju væri árásáraðilinn á höttunum eftir? Ef einhver kemst inn fyrir girðinguna, hvað þá? Hvernig er hægt að efla varnirnar hverju sinni? Hvernig veistu að þær hafi verið bættar? Á UT-messunni í Hörpunni 8. og 9. febrúar verður meðal fjölda annarra atriða rætt um þessi upplýsingaöryggismál í fyrirlestrinum „Hinn blákaldi sannleikur: Maður er alltaf óöruggur“. Ég mun þar, ásamt öðrum sérfræðingum hjá hinu nýstofnaða tölvuöryggis- og rannsóknarfyrirtæki Syndis slf., sem er með höfuðstöðvar í Háskólanum í Reykjavík, útskýra þróun í undirheimum internetsins og misræmisins milli þess öryggis sem við teljum okkur geta keypt og þess sem nútímavörur raunverulega veita, enda hafa þær allar sína kosti og galla. Við munum meðal annars sýna og útskýra nákvæmlega hvernig tölvurefur hefði fyrir sex vikum síðan komist inn á tölvuna þína í gegnum Internet Explorer, þrátt fyrir að hún hefði verið uppfærð og kveikt hefði verið á öllum vörnum. Jafnframt verður rætt um hvað sé til bragðs að taka og hvernig við getum barist saman gegn hinni landamæralausu internetvá.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun