Ábyrgðin er okkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir 85 daga ganga Íslendingar að kjörborðinu og segja hug sinn um hvernig þeir vilja að landinu verði stjórnað næstu fjögur árin. Hverjum þeir treysta best til að verða fulltrúar sínir á Alþingi. Slíkt val ætti með réttu að byggja á hæfilegri blöndu af reynslu og væntingum; hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gert til að verðskulda atkvæði og hvað þeir segjast ætla að gera. Þetta heitir fulltrúalýðræði, hreyfingar eru stofnaðar um ákveðinn málstað, kjósendur velja á milli og fulltrúar hreyfinganna setjast á þing. Til að þetta kerfi virki sem best þarf hins vegar að vera áhugi á starfi hreyfinganna oftar en einn laugardag á fjögurra ára fresti. Íslenskt stjórnmálakerfi byggir á stjórnmálaflokkum, við kjósum flokka en ekki fólk, nema í litlum mæli. Þess vegna er það dapurleg staðreynd að ein af afleiðingum hrunsins er að áhugi á starfi stjórnmálaflokka fer síminnkandi. Áhugi á nöldri um starf stjórnmálaflokka hefur hins vegar farið vaxandi, en nagg og nöldur er neikvæð forsenda fyrir uppbyggingu stjórnmálakerfis. Af hverju hópaðist fólk ekki í stjórnmálaflokkana og breytti stefnu þeirra eftir hrun? Það þarf ótrúlega lítið til að taka yfir meðalstóran stjórnmálaflokk á Íslandi og vel skipulagður hópur þarf ekki að vera mjög stór til þess. Það er skiljanlegt að starf í stjórnmálaflokkum hafi ekki heillað marga síðustu árin, en vilji fólk raunverulegar breytingar á samfélaginu verður það að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við fulltrúalýðræði sem byggir á stjórnmálaflokkum. Okkur getur þótt það slæmt, viljað auka persónukjör og gjörbreyta því lýðræðislega ferli sem við búum við, en á meðan það gerist ekki þá eru þetta leikreglurnar. Og með því að taka ekki þátt í leiknum dæmir fólk sig til áhrifaleysis. Sú skoðun þekkist og þykist fín að fólk sé búið að fá leið á hugsjónum. Það er dapurlegt ef hrunið hefur leitt til þess. Ég held reyndar að það sé ekki þannig. Ég held einmitt að fólk hafi mun meiri hugsjónir nú en fyrir nokkrum árum. Það hefur hins vegar ekki viljann til að koma þeim hugsjónum í þann eina farveg sem raunverulega getur gert þær að veruleika; inn í stjórnmálaflokkana. Þess vegna er sú staða uppi að enginn er sérstaklega hrifinn af því sem stjórnmálaflokkarnir hafa upp á að bjóða, en einhvern þeirra verðum við hins vegar að velja. Við berum hins vegar öll ábyrgð á því hvernig samfélagið okkar er samansett og það ekki bara á fjögurra ára fresti.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun