Aðgerðir gegn brottfalli Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun