Innlent

Bruni í Breiðholti: Líðan konunnar óbreytt

Kona sem bjargaðist úr bruna í Breiðholti á mánudag er enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún hlaut alvarleg brunasár og reykeitrun í bruna í fjölbýlishúsi í Írabakka.

Líðan konunnar er óbreytt samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum í morgun.

Tvær aðrar konur voru fluttar á sjúkrahús í kjölfar brunans en meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Íbúðin í fjölbýlishúsinu við Írabakka er gjörónýt eftir brunann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×