Viðskipti innlent

Vilja hækka lægstu launin

Brjánn Jónasson skrifar
Það er ófrávíkjanleg krafa Flóabandalagsins að hækka lægstu launin sérstaklega.
Það er ófrávíkjanleg krafa Flóabandalagsins að hækka lægstu launin sérstaklega. Fréttablaðið/Anton
Verkalýðsfélögin þrjú sem mynda Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjarasamningsviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til sáttasemjara.

Flóabandalagið telur það ófrávíkjanlega kröfu að hækka lægstu launin með krónutöluhækkun auk almennrar launahækkunar.

Eftir stuttan fund samninganefnda á mánudag töldu félögin þrjú; Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, of mikið bera milli aðila um launalið samkvæmt frétt á vef Eflingar. Því hafi ekki verið annað að gera en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×