Chevrolet Steve McQueen til sölu 4. febrúar 2013 09:45 Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður
Saga bílsins gæti tífaldað verð hans á uppboði. Sá bíll er leikarinn Steve Mcqueen ók síðast í kvikmynd verður brátt seldur á uppboði. Er það 1951 árgerðin af Chevrolet Styline DeLuxe, gullfallegur gulur blæjubíll. Bíl þessum ók hann í myndinni The Hunter á níunda áratug síðustu aldar, en sú mynd sló reyndar ekki í gegn á sínum tíma. Steve McQueen keypti sjálfur þennan fagra bíl eftir að tökur á myndinni voru yfirstaðnar og átti hann í 4 ár. Árið 2003 var bíllinn gerður upp og færður svo gott sem í sama ástand og þegar hann var nýr. Bíll sem þessi er metinn á um 45.000 dollara, en saga þessa tiltekna eintaks mun að líkum tífalda verð hans á uppboðinu sem haldið verður í Ft. Lauderdale í Flórída. Brot úr myndinni The Hunter má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður