Frá efnahagssamruna til efnahagslegs öryggis Guillaume Xavier-Bender skrifar 5. apríl 2013 07:00 Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað á grundvelli þeirrar sannfæringar að sameiginleg hagsæld myndi stuðla að friði og stöðugleika í Evrópu. Innri markaðurinn, og með honum frjáls flutningur á vörum, fólki og fjármagni, hefur sannarlega auðveldað aukna samvinnu milli aðildarríkjanna og almennings. Frá bandalagi til sambands hefur Evrópusamruninn verið stigvaxandi og drifinn af efnahagssamstarfi í álfunni. Krísan á evrusvæðinu, í bland við samdrátt í efnahag heimsins og samkeppni frá vaxandi hagkerfum, er enn eitt skrefið í þróun hlutverks Evrópu í alþjóðamálum. Á meðan aðildarríki tipla á tánum í átt að dýpri samruna á sviði efnahags- og stjórnmála ætti ESB að styrkja núverandi samstarf við aðrar þjóðir.Tvíhliða samkomulag Sem slíkt er nýlegt samkomulag ESB og Bandaríkjanna um að hefja samningaviðræður um víðtækt viðskipta- og fjárfestingasamstarf eins líklegt til efnahagslegs ávinnings og til að styrkja stöðu sambandsins. Svo metnaðarfullt tvíhliða samkomulag gæti einnig stutt við hið fjölþjóða kerfi, hvort heldur sem er innan WTO eða G20. En það gæti líka verið litið á það sem varnartilraun til þess að snúa efnahagslegu samstarfi á heimsvísu aftur í þágu vestrænna hagkerfa. Það er nákvæmlega þetta jafnvægi milli frjálslyndis og verndarstefnu, milli efnahagslegs ávinnings og styrkingar á stöðu innan alþjóðakerfisins, sem mótar hvernig litið er á hlutverk Evrópu í heiminum. Í raun gætu þýðingarmestu leiðir ESB í utanríkismálum verið tengsl þess í efnahagsmálum.Enn stærsta hagkerfið Þrátt fyrir hægan endurbata er ESB enn stærsta hagkerfi heimsins. Það er stærsti innflutningsaðili heimsins, stærsti fjárfestir og sá aðili sem nýtur mestra beinna erlendra fjárfestinga. Þrátt fyrir að efnahagskreppan hafi ekki dregið úr almennum stuðningi við frjálslyndisstefnuna hefur hún eflt ákallið eftir aukinni vernd fyrir evrópsk hagkerfi og samfélög. Kjarninn í því að taka utanríkissambönd ESB til endurskoðunar er að vernda þessar réttarreglur gegn auknum ytri þrýstingi. Í slíku samhengi styrkist sambandið milli efnahags- og utanríkisstefnu og munurinn þar á milli verður æ óskýrari. Af því leiðir, í viðskiptum sem og víðar, að ESB ætti að halda áfram að tryggja hlutfallslega yfirburði sína. Til þess getur þurft að móta nýjar verkreglur til að hafa eftirlit með erlendum fjárfestingum innan sambandsins og stýra aðgangi að innri markaðinum. Efnahagslegt öryggi er hins vegar ekki efnahagsleg verndarstefna heldur snýst það um áhrif skulda, gjaldmiðla, fjárfestinga, iðngetu, auðlinda, orku, tækni og mannauðs á öryggi, bæði á landsvísu sem og svæðisbundið. Það snýst um getu og færni til að skapa, viðhalda og vernda efnahagslega velmegun og félagslegar undirstöður. Þrátt fyrir áskoranir sem felast í þróun á efnahagslegum samskiptum á heimsvísu eru grunnstoðir Evrópu enn sterkar. En nú er kominn tími fyrir ESB að byggja ný sambönd og til að endurhugsa núverandi sambönd út frá efnahagslegu öryggi og samskiptum sem styrkja stöðu sambandsins. Leiðin að eigin efnahagslegum endurbata ESB gæti sprottið fyrst og fremst út frá efnahagslegum samböndum þess út á við.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar