Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja? Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar