Aðildarviðræðurnar eru á dagskrá Ásdís J. Rafnar skrifar 18. apríl 2013 07:00 Evrópa er á dagskrá í komandi kosningum. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið (ESB) njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Ef þjóðin kýs að sjá samningstillögu og taka síðan afstöðu til hennar er nauðsynlegt að veita þeim flokkum brautargengi sem ekki vilja hindra framgang þeirra. Það er stjórnmálamanna að leiða þjóðfélagsumræðu, brjóta upp staðnaðar samræður, beina umræðum til framtíðar, draga inn ný viðhorf og hugmyndir. Leggja áherslur á lausnir og gefa kjósendum tækifæri til að skoða málin frá mismunandi hliðum. Það liggja þegar fyrir niðurstöður í 11 málaflokkum í aðildarviðræðunum og enn fleiri málaflokkar hafa verið opnaðir, sjá www.vidraedur.is. Engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á árangur íslensku viðræðunefndanna. Það hefur heldur aldrei komið upp ágreiningur um þá umfangsmiklu lagasetningu frá ESB, sem tekin hefur verið upp einhliða á Íslandi á grundvelli EES samningsins sl. 20 ár. Þótt mannfólkið sé margbreytilegt að allri gerð þá bæði gagnast og líkar flestum best að ganga sáttir frá borði. Að hætta aðildarviðræðunum viðheldur ágreiningi í samfélaginu um hver samningsniðurstaðan getur orðið, hver framþróun efnahags landsins verður. Íslandi er vandi á höndum. Við hljótum að leita allra leiða til þess að rétta við þjóðarhaginn og reyna að tryggja okkur lífskjör eins og þau eru í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, sem öll eiga aðild að Evrópusambandinu. Kjósum áframhald viðræðna við ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Evrópa er á dagskrá í komandi kosningum. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið (ESB) njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Ef þjóðin kýs að sjá samningstillögu og taka síðan afstöðu til hennar er nauðsynlegt að veita þeim flokkum brautargengi sem ekki vilja hindra framgang þeirra. Það er stjórnmálamanna að leiða þjóðfélagsumræðu, brjóta upp staðnaðar samræður, beina umræðum til framtíðar, draga inn ný viðhorf og hugmyndir. Leggja áherslur á lausnir og gefa kjósendum tækifæri til að skoða málin frá mismunandi hliðum. Það liggja þegar fyrir niðurstöður í 11 málaflokkum í aðildarviðræðunum og enn fleiri málaflokkar hafa verið opnaðir, sjá www.vidraedur.is. Engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á árangur íslensku viðræðunefndanna. Það hefur heldur aldrei komið upp ágreiningur um þá umfangsmiklu lagasetningu frá ESB, sem tekin hefur verið upp einhliða á Íslandi á grundvelli EES samningsins sl. 20 ár. Þótt mannfólkið sé margbreytilegt að allri gerð þá bæði gagnast og líkar flestum best að ganga sáttir frá borði. Að hætta aðildarviðræðunum viðheldur ágreiningi í samfélaginu um hver samningsniðurstaðan getur orðið, hver framþróun efnahags landsins verður. Íslandi er vandi á höndum. Við hljótum að leita allra leiða til þess að rétta við þjóðarhaginn og reyna að tryggja okkur lífskjör eins og þau eru í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, sem öll eiga aðild að Evrópusambandinu. Kjósum áframhald viðræðna við ESB.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar