GM hefur 4% forskot á Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2013 08:45 Chevrolet SS mun seint verða stór hluti sölu GM, en hjálpar þó til GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
GM seldi 2,36 á móti 2,27 milljón bílum Volkswagen á fyrsta ársfjórðungi. Mikil sölukeppni ríkir nú á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen og hins bandaríska General Motors, en Toyota trónir þó enn á toppnum. Volkswagen hefur þá yfirlýstu stefnu að verða söluhæsta bílafyrirtækið árið 2018, en gæti hæglega orðið það fyrr. GM hefur örlitla forystu á Volkswagen í öðru sætinu það sem af er liðið ári og skeikar þar 90.000 bílum. Á fyrsta ársfjórðungi jókst sala Volkswagen um 5,1% og taldi 2,27 milljón bíla. GM var með 3,6% vöxt og seldi rétt innan við 2,36 milljón bíla og því munar ekki nema um fjórum prósentum á sölu þeirra. Þrátt fyrir vöxt í sölu Volkswagen á heimsvísu minnkaði hún um 5,9% í Evrópu, en óx á móti um 15% í Bandaríkjunum og 21% í Kína. GM seldi 9,3% fleiri bíla í heimalandinu en í fyrra og 9,6% meira í Kína á fyrsta ársfjórðungnum.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent