Vika opins aðgangs Hrafn H. Malmquist og Guðmundur Árni Þórisson og Ian Watson skrifa 25. október 2013 06:00 Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds. Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum. Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi. Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að upplýsingum og framboði á þeim. Það þekkist óvíða að frjáls aðgangur sé að helstu dagblöðum 20. aldarinnar í gegnum netið – þá er það ekki síður mikilvægt að þau eru leitarbær (timarit.is). Mesta sérstaða Íslands hvað varðar aðgengi að efni er hins vegar að frá árinu 1999 hafa allar nettengdar tölvur á Íslandi haft svokallaðan Landsaðgang að mörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á netinu (hvar.is). Nokkuð algengt er víða um heim, að stofnanir á borð við skóla og sjúkrahús geri slíka samninga við útgefendur, en það er einstakt að heilt land semji á þennan hátt við útgefendur og að allir skattgreiðendur taki þannig þátt í kostnaðinum. Vísindamenn eru í fæstum tilvikum á höttunum á eftir skjótfengnum gróða. Þeir vilja heldur deila þekkingu sinni. Hagsmunir vísindamannsins felast þess vegna að miklu leyti í því að miðla þekkingu sinni með eins skilvirkum hætti og kostur er. Eigendur fræðirita sem öðlast hafa sess sem áreiðanlegir miðlar þekkingar á sínu sviði eru því í einokunarstöðu gagnvart kaupendum efnisins, þ.e. rannsóknarstofnunum og bókasöfnum. Kostnaður við Landsaðgang og áskriftargjöld hafa hækkað um árabil meira en góðu hófi gegnir. Til að sporna við þessari þróun hafa virtir háskólar á borð við Harvard sett sér bindandi stefnu um opinn aðgang og víða hafa verið settar fram kröfur um að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu fé séu birtar í opnum aðgangi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að greinar sem birtar eru í opnum aðgangi eru lesnar af fleirum og fá fleiri tilvitnanir en þær sem lokaðar eru. Í Bandaríkjunum er lögbundið að afrit af tímaritsgreinum sem styrktar eru af NIH (National Institute of Health) skulu send í PubMed Central sem er varðveislusafn í opnum aðgangi á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana. Stór hluti hinna 2,8 milljóna fræðigreina sem PubMed Central geymir væru annars aðeins aðgengilegar gegnum lokuð áskriftarrit. Public Library of Science (PLoS) var stofnað fyrir rúmum áratug og gefur nú út sjö ritrýnd tímarit í læknisfræði, líffræði og skyldum greinum. Þar birtast tugir þúsunda greina á hverju ári sem eru opnar öllum. Áætlað er að í kringum 10% af heildarfjölda fræðigreina sem koma út á hverju ári séu gefin út á þennan máta, og að a.m.k. annar eins fjöldi greina í áskriftarritum sé gerður aðgengilegur gegnum opin varðveislusöfn á borð við PubMed Central. Þróun á þessum vettvangi hefur verið hæg á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Í janúar á síðasta ári setti Háskólinn á Bifröst sér stefnu um opinn aðgang, og Rannís bætti ákvæði um opinn aðgang inn í reglur til þeirra sem fá úthlutað styrkjum til rannsókna á þessu ári, samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi í ár. Stærsta mennta- og rannsóknastofnun landsins, Háskóli Íslands, hefur í stefnu sinni fyrir árin 2011-2016 sett sér það markmið að móta stefnu um opinn aðgang. Hann hefur enn ekki gert það. Þekking er lykillinn að farsælli framtíð fyrir okkur öll – tryggjum að hún verði ekki of dýru verði keypt. Í dag verður haldið málþing um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík 10.30-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Hrafn H. Malmquist starfsmaður Landsbókasafns Íslands – HáskólabókasafnsGuðmundur Árni Þórisson verkefnisstjóri hjá Háskóla ÍslandsIan Watson lektor við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vikan 21.-27. október er árleg vika opins aðgangs. Opinn aðgangur merkir að útgefið efni sem er afrakstur vísindastarfs kostað af opinberu fé, háskólunum eða samkeppnissjóðum, sé aðgengilegt öllum á rafrænu formi á netinu án endurgjalds. Almennt gildir það að til þess að geta lesið ritrýndar greinar ritaðar af háskólamenntuðum fræðimönnum, sem þiggja laun eða styrki frá hinu opinbera til þess að stunda rannsóknir sínar og fræðistörf, þarf að greiða áskriftargjald að fræðiritum. Ein helstu rökin með opnum aðgangi eru að almenningur eigi ekki að þurfa að greiða þriðja aðila fyrir að sjá afrakstur vinnu sem hann hefur þegar kostað óbeint með skattpeningum sínum. Spurningin um opinn aðgang er þó ekki aðeins spurning um sanngirni gagnvart skattborgurum. Hún snýst einnig um akademíska skilvirkni, akademískt frelsi, nýsköpun og framfarir í hnattvæddum heimi. Íslendingar eru góðu vanir þegar kemur að upplýsingum og framboði á þeim. Það þekkist óvíða að frjáls aðgangur sé að helstu dagblöðum 20. aldarinnar í gegnum netið – þá er það ekki síður mikilvægt að þau eru leitarbær (timarit.is). Mesta sérstaða Íslands hvað varðar aðgengi að efni er hins vegar að frá árinu 1999 hafa allar nettengdar tölvur á Íslandi haft svokallaðan Landsaðgang að mörgum rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á netinu (hvar.is). Nokkuð algengt er víða um heim, að stofnanir á borð við skóla og sjúkrahús geri slíka samninga við útgefendur, en það er einstakt að heilt land semji á þennan hátt við útgefendur og að allir skattgreiðendur taki þannig þátt í kostnaðinum. Vísindamenn eru í fæstum tilvikum á höttunum á eftir skjótfengnum gróða. Þeir vilja heldur deila þekkingu sinni. Hagsmunir vísindamannsins felast þess vegna að miklu leyti í því að miðla þekkingu sinni með eins skilvirkum hætti og kostur er. Eigendur fræðirita sem öðlast hafa sess sem áreiðanlegir miðlar þekkingar á sínu sviði eru því í einokunarstöðu gagnvart kaupendum efnisins, þ.e. rannsóknarstofnunum og bókasöfnum. Kostnaður við Landsaðgang og áskriftargjöld hafa hækkað um árabil meira en góðu hófi gegnir. Til að sporna við þessari þróun hafa virtir háskólar á borð við Harvard sett sér bindandi stefnu um opinn aðgang og víða hafa verið settar fram kröfur um að niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af opinberu fé séu birtar í opnum aðgangi. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að greinar sem birtar eru í opnum aðgangi eru lesnar af fleirum og fá fleiri tilvitnanir en þær sem lokaðar eru. Í Bandaríkjunum er lögbundið að afrit af tímaritsgreinum sem styrktar eru af NIH (National Institute of Health) skulu send í PubMed Central sem er varðveislusafn í opnum aðgangi á vegum bandarískra heilbrigðisstofnana. Stór hluti hinna 2,8 milljóna fræðigreina sem PubMed Central geymir væru annars aðeins aðgengilegar gegnum lokuð áskriftarrit. Public Library of Science (PLoS) var stofnað fyrir rúmum áratug og gefur nú út sjö ritrýnd tímarit í læknisfræði, líffræði og skyldum greinum. Þar birtast tugir þúsunda greina á hverju ári sem eru opnar öllum. Áætlað er að í kringum 10% af heildarfjölda fræðigreina sem koma út á hverju ári séu gefin út á þennan máta, og að a.m.k. annar eins fjöldi greina í áskriftarritum sé gerður aðgengilegur gegnum opin varðveislusöfn á borð við PubMed Central. Þróun á þessum vettvangi hefur verið hæg á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Í janúar á síðasta ári setti Háskólinn á Bifröst sér stefnu um opinn aðgang, og Rannís bætti ákvæði um opinn aðgang inn í reglur til þeirra sem fá úthlutað styrkjum til rannsókna á þessu ári, samkvæmt breytingu á lögum sem tóku gildi í ár. Stærsta mennta- og rannsóknastofnun landsins, Háskóli Íslands, hefur í stefnu sinni fyrir árin 2011-2016 sett sér það markmið að móta stefnu um opinn aðgang. Hann hefur enn ekki gert það. Þekking er lykillinn að farsælli framtíð fyrir okkur öll – tryggjum að hún verði ekki of dýru verði keypt. Í dag verður haldið málþing um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík 10.30-16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Hrafn H. Malmquist starfsmaður Landsbókasafns Íslands – HáskólabókasafnsGuðmundur Árni Þórisson verkefnisstjóri hjá Háskóla ÍslandsIan Watson lektor við Háskólann á Bifröst
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun