Viðskipti innlent

Síminn heimtar bætur á móti

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/Pjetur
Síminn hefur gagnstefnt Vodafone fyrir sambærilegan meintan ólögmætan verðþrýsting og Vodafone stefndi Símanum fyrir í nóvemberbyrjun.

„Brotin fólust í ofrukkun á lúkningargjöldum,“ segir í tilkynningu Vodafone til Kauphallar.

Félagið krafði Símann vegna þessa um endurgreiðslu 913 milljóna króna auk vaxta. Síminn krefur nú Vodafone á móti um 2,5 milljarða króna.

„Sá grundvallarmunur er á stefnum Símans og Vodafone, að stefna Vodafone á hendur Símanum fær stoð í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en kröfugerð Símans á hendur Vodafone gerir það ekki,“ segir Vodafone.

Síminn hefur farið fram á að málin verði sameinuð fyrir dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×