Viðskipti innlent

Dýrara fyrir ríkið að fjármagna sig erlendis

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Vilhelm Gunnarsson
Skuldatryggingaálag ríkisins stendur nú í 179 punktum eða tæpum 1,8 prósentum. „Það hefur verið að hækka í gær og á mánudag eftir til tilkynnt var um tillögur um skuldaleiðréttingu heimilanna,“ segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS sem er þjónustu og ráðgjafafyrirtæki á sviði fjármála og greininga.

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi og IFS greining rekur ástæðuna beint til tillagna um skuldaleiðréttinguna.

Sigurður segir að þetta gæti haft áhrif á lánshæfiseinkunn ríkisins. Ef tillögur ríkisstjórnarinnar valda því að skuldir ríkisins hækka þá gæti það orsakað lækkun á lánshæfi ríkisins.

Einnig geti þetta orðið til þess að ávöxtunarkröfur á erlend skuldabréf ríkisins hækki. Það þýðir að það verður dýrara fyrir ríkið að fjármagna sig erlendis, þannig að hvað það varði hafi tillögur ríkisstjórnarinnar neikvæð áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×