Auðlindirnar þrjár Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum þrjár risa auðlindir sem nýttar er af mismiklum krafti. Auðug fiskimið, hrein orka og áhugavert land sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja. Þessar auðlindir eiga að mínu mati miklu meira sameiginlegt en haldið er fram í almennri umræðu. A) Allar eru þessar auðlindir að einhverju leyti nýttar nú þegar, B) það er hægt að nýta þær enn frekar ef vilji er til þess, C) allar gefa þær af sér tekjur með einum eða öðrum hætti og D) allar eru þær í eigu þjóðarinnar að miklu eða öllu leyti. En ólíkt því sem sumir halda þá leiðir nýting allra þessara auðlinda til einhverra umhverfisáhrifa. Það er ekkert ósnortið við vistkerfi hafsins þar sem olíuknúin skip moka upp yfir milljón tonnum af fiski, Það er ekkert ósnortið við náttúrufyrirbrigði sem girt er af með trépöllum, stígum, rútum í röðum, kömrum og minjagripaverslunum. Ekki frekar en á sem virkjuð hefur verið til raforkuframleiðslu er ósnortinn. En engar af þessum auðlindum eru ónýtar og nýtingin er endrum og sinnum ásættanlegt. Við Íslendingar eigum reyndar óhemju miklar auðlindir og höfum einungis nýtt þær að hluta. Það er auðveldlega hægt að moka upp mikið meira af fiski, virkja allar sprænur og hveri og hleypa hér inn fleiri milljónum ferðamanna. Við myndum vissulega græða mikið og hratt en væri að mínu mati græðgi og hreinlega óskynsamlegt. Það er líka að mínu mati algerlega óraunhæf draumsýn að ef við hættum að veiða, virkja og ferðast, þá muni sjómaðurinn, iðnaðarmaðurinn og ferðaþjónustuaðilinn um leið snúa sér að smíði tölvuleikja, gerviliðasmíði og náttúrusmyrslagerð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu framtíðartekjur okkar og lífsgæði byggja að miklu leyti á hvernig þessum auðlindum verður stjórnað og miðlað í framtíðinni. Það gilda sömu mikilvægu ákvarðanatökur um allar auðlindirnar. A) Hvort, hvernig og hversu mikið eigum við að nýta? B) hvernig getum við nýtt þær með sem minnstum umhverfisáhrifum? C) hvernig og hversu miklar tekjur viljum við fá fyrir þær og hvernig skiptum við þeim og útdeilum á eigendur þ.e. okkur? Þetta gildir fyrir allar þessar auðlindir og algerlega óþarfi að vera rugla þeim eitthvað saman. Við vitum vel að í raun og veru hefur enginn ferðamaður hætt við að kaupa ferð til Íslands vegna virkjunarframkvæmdar, við vitum líka að enginn hefur hætt við að reisa gagnaver hérna vegna umdeildra makrílveiða. Hættum að blanda óskyldum hlutum saman og einbeitum okkur að sameiginlegum viðfangsefnum þessara auðlinda þ.e. skynsamlegri nýtingu. Mitt mat er að við getum aukið nýtingu á öllum þessum sviðum með jafnvel enn minni umhverfisáhrifum en gert er í dag. Það má t.d. minnka olíunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, fella virkjanir betur að landslagi og bæta meðhöndlun og nýtingu úrgangs sem til verður í öllum auðlindaflokkunum. Ég veit líka jafnvel að allar þessar auðlindir eru takmarkaðar og stíga verður varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku. Við eigum einnig að vera víðsýn í leit okkar að hámarkstekjum fyrir hverja auðlindareiningu. Það eru t.d. margir algerlega lokaðir fyrir sölu á raforku til erlendra aðila en finnst á sama tíma sjálfsagt að selja fisk út úr landinu og hleypa inn erlendum ferðamönnum vitandi að slíkt hefur hækkað bæði verð á fiski og gistinóttum innanlands fyrir heimamenn. Flestir átta sig auðvitað á þau neikvæðu áhrif eru miklu minni en þau jákvæðu sem fást með auknum tekjumöguleikum á stærri markaði. Það eru nefnilega ýmsar leiðir til að ná í tekjur af auðlindanýtingu og skoða verður alla bestun á slíku með yfirveguðum hætti. Beinn aðlindaskattur er ein leið en óbeinn tekjuskattur, atvinnusköpun eða lágt innanlandsverð eru líka leiðir til að úthluta arði af auðlindum. Okkur Íslendingum hefur verið falin umsjón yfir ótrúlegum auðlindum og okkur ber að umgangast þær af þolinmæði og skynsemi. Við verðum varveita þær og nýta þannig að umheimurinn og við sjálf getum verið stolt af.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun