Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Sigurður Ragnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun