Innlent

Sumardagurinn fyrsti verður kaldur

Jóhannes Stefánsson skrifar
Margir þurftu að skafa af bílnum í morgun
Margir þurftu að skafa af bílnum í morgun Mynd/ Getty
Sumardagurinn fyrsti verður kaldur, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Á suðvestur- og vesturlandi eru litlar líkur á úrkomu en þó er viðbúið að ofankoma haldi áfram um norðanvert landið.

Hitastig verður í kringum frostmark á suðvesturhorninu en annarsstaðar gæti orðið aðeins kaldara. Norðanátt verður um allt land.

Aðspurður hvort snjó muni leysa á höfuðborgarsvæðinu segir veðurfræðingur á Veðurstofunni: "Það er viðbúið að hann nái ekki allur að fara," en bendir þó að það ráðist af hitastigi og úrkomu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×