
Eiga píratar erindi við landsbyggðina?
Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga.
Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni.
Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu.
Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni.
Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra.
Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi.
Skoðun

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Olafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmar Heiðdal skrifar

Væri ekki hlaupið út aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hefur ítrekað hótað okkur áður
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín!
Júlíus Valsson skrifar

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar

Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni
Einar Freyr Elínarson skrifar

Hið tæra illa
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta!
Guðmundur Björnsson skrifar

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar