Alþýðufylkingin og kosningarnar Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kreppan hefur varpað ljósi á nauðsyn róttækra breytinga á íslensku samfélagi. Undanfarna áratugi hefur ójöfnuður verið aukinn kerfisbundið með auknu fáveldi í íslenskum fjármálaheimi. Almenningur hefur verið miskunnarlaust féflettur með verðbótum og vaxtaokri á húsnæðislánum. Auðmenn koma hundraða milljarða gróða í skjól meðan enn stærri skuldum er velt yfir á almenning gegnum ríkissjóð, lífeyrissjóði og húsnæðisskuldir. Aukinn hagvöxtur mun að óbreyttu ekki bæta þetta ástand heldur þveröfugt.Skuldir heimilanna Nauðsynlegt er að létta á byrði heimilanna í landinu með því að taka kúfinn af húsnæðislánum sem hafa stökkbreyst í kreppunni um leið og greiðslugeta flestra hefur minnkað. Þó er enn þá mikilvægara að huga að nýju félagslegu kerfi til fjármögnunar húsnæðis fyrir almenning. Með því að hætta að sækja fé að láni á okurvöxtum á markaði til húsnæðislána en safna þess í stað samfélagslegu eigin fé til að lána til húsnæðiskaupa að vissu hámarki án vaxta og verðbóta er hægt að spara miklar greiðslur frá almenningi til auðmanna.Lífeyrissjóðir og framfærslutrygging Alþýðufylkingin vill vinna að samkomulagi um algera uppstokkun lífeyriskerfisins. Grundvöllur þess gæti verið nokkurra ára aðlögun að sömu lífeyrisréttindum fyrir alla sem fjármagnað væri gegnum skattkerfið með óverulegri sjóðsöfnun. Greiðslur í lífeyrissjóði verði stöðvaðar og hætt að þvinga fólk til að kaupa sér ótrygg lífeyrisréttindi með greiðslum í fjárfestingasjóði. Einfalda þarf lífeyriskerfið og koma á samræmdri framfærslutryggingu fyrir alla sem ekki geta unnið fyrir sér á vinnumarkaði.Velferð og aukin lífsgæði Alþýðufylkingin leggur sérstaka áherslu á að endurreisa velferðarkerfið og þá sérstaklega heilbrigðiskerfið. Byrjað verði á að draga til baka þann mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað undanfarin ár og vinda ofan af einkarekstri og viðskiptavæðingu í kerfinu. Markmið heilbrigðiskerfisins á að vera aukið heilbrigði þjóðarinnar en ekki gróði auðfélaga af fjárfestingum og viðskiptum með þjónustu. Efling velferðarkerfisins verður aðeins kostuð með þeim samfélagslega sparnaði sem felst í félagsvæðingu í fjármálakerfinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar