Nýtt kennaranám, tækifæri og áskoranir Jóhanna Einarsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 00:00 Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun