Innlent

Jöfnuður óvíða meiri í Evrópu

Brjánn Jónasson skrifar
Um 17,1 prósent af íbúum landa Evrópusambandsins eru fyrir neðan lágtekjumörk, samanborið við 7,9 prósent Íslendinga.
Um 17,1 prósent af íbúum landa Evrópusambandsins eru fyrir neðan lágtekjumörk, samanborið við 7,9 prósent Íslendinga. Fréttablaðið/Daníel
Munurinn á þeim tekjuhæstu og tekjulægstu hér á landi er með því minnsta sem gerist í Evrópu samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands.

Sá fimmtungur þjóðarinnar sem hæstar tekjur hafði á síðasta ári aflaði að jafnaði 3,4 sinnum hærri upphæðar en sá fimmtungur sem hafði minnstar tekjur. Jöfnuðurinn reyndist aðeins meiri í Noregi og Slóveníu samkvæmt samanburði Hagstofunnar á tölum frá öðrum ríkjum Evrópu.

Ójöfnuðurinn reyndist mestur á Spáni, þar sem sá fimmtungur þjóðarinnar sem mestar tekjur hagði aflaði meira en sjö sinnum hærri upphæðar en lægst launaðisti fimmtungurinn.

Hlutfall landsmanna sem eru undir lágtekjumörkum er lægst hér á landi af öllum ríkjum Evrópu. Um 7,9 prósent landsmanna voru í þessari stöðu. Aðeins hér á landi og í Tékklandi var hlutfallið undir 10 prósentum.

Þeir sem eru undir lágtekjumörkum eru með innan við 60 prósent af launum dæmigerðs launamanns. Fyrir einstakling á það við um þá sem voru með innan við 156 þúsund krónur í laun og bætur á mánuði á síðasta ári. Fyrir sambýlisfólk með tvö börn er miðað við þá sem voru með innan við 328 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×