Tónlistarmennirnir Mugison, Lára Rúnars og Jónas Sig koma fram á tónleikum í Grænlandssetrinu, Bolungarvík í dag. Tónleikarnir verða til styrktar nágrönnum okkar í Kulusuk á Grænlandi sem misstu eina tónlistar- og samkomuhús staðarins í bruna fyrir stuttu.
Um síðustu helgi voru tónleikar í Hörpu til stuðnings Kulusuk og vill Grænlandssetrið ekki láta sitt eftir liggja og hefur því í samstarfi við aðstandendur tónleikahátíðarinnar Aldrei fór ég suður blásið til tónleika í aðstöðu sem setrið hefur fengið lánað hjá félagsmiðstöðinni að Vitastíg 1, Bolungarvík. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangur ókeypis.
Þeir sem vilja styrkja söfnun til stuðnings byggingu nýs tónlistarhúss geta hringt í eftirtalin símanúmer
Sími 901 5001 -- 1000 krónur
Sími 901 5002 -- 2000 krónur
Sími 901 5003 -- 3000 krónur
Þá er tekið við framlögum á reikning Grænlandsseturs í banka 1176, hb. 26, reikningsnúmer 805, kennitala 630310-0320, merkt Kulusuk.
Poppað fyrir Kulusuk í dag

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni





