Myndbandið við framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) verður frumsýnt í dag, föstudag.
Það var söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem bar sigur úr býtum í undankeppninni með lag Örlygs Smára og Péturs Arnar Guðmundssonar, Ég á líf.
Þykir myndbandið hið glæsilegasta og sýnir Eyþór Inga við ýmsar aðstæður, og þá ýmist teiknaðan eða raunverulegan. Þurfti Eyþór til dæmis að fara ofan í tveggja gráðu heitan sjó, en leikstjóri myndbandsins er Guðmundur Þór Kárason.
Myndbandið verður frumsýnt í höfuðstöðvum Vodafone klukkan tólf á hádegi, og aðgengilegt á vefsvæði fyrirtækisins að því loknu, eða um tíu mínútum síðar.
Ég á líf frumsýnt í dag
