Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. október 2013 08:18 Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar