Innlent

Rósa vill leiða listann

Jakob Bjarnar skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir sækist eftir efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir sækist eftir efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, vill leiða listann í komandi kosningum.

„Já það er rétt ég mun sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Undanfarin misseri hef ég gegnt oddvitastörfum í bæjarfulltrúahópi sjálfstæðismanna og býð mig fram til að gera það áfram af fullum krafti fái ég til þess stuðning,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir í samtali við Vísi.

Nýr hafnfirskur fréttamiðill, h220.is, greindi frá komandi slag um oddvitasæti Sjálfstæðismanna þar í bæ en vefurinn er meðal annars í eigu Sigurðar Þ. Ragnarssonar alías Sigga storms. Í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2010 munaði aðeins tveimur atkvæðum á Rósu og Valdimar Svavarssyni sem var kjörinn í fyrsta sæti listans og Rósa því í annað sæti . Frá vorinu 2012 hefur  Rósa  verið starfandi oddviti bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eftir að Valdimar hætti í bæjarráði en hélt áfram störfum sem bæjarfulltrúi. H220 greinir frá því að Valdimar sé óráðinn í því hvað hann geri nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×